Ögmundur á móti því að menn verði sektaðir á staðnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júlí 2011 12:00 Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Innanríkisráðherra hefur miklar efasemdir um að rétt sé að fara að fordæmi Svía og veita lögreglunni heimildir til að sekta menn á staðnum fyrir sóðaskap. Regína Ásvaldsdóttir, staðgengill borgarstjóra, hefur sagt að til skoðunar sé hjá Reykjavíkurborg að sekta þá einstaklinga á staðnum sem uppvísir verða að sóðaskap. Eins og komið hefur fram voru samþykkt ný lög í Svíþjóð á dögunum sem heimila lögreglunni þar í landi að sekta menn á staðnum fyrir að henda rusli á almannafæri. Upphæðin nemur 800 sænskum krónum eða jafnvirði 14.400 íslenskra króna, sem menn gætu verið sektaðir um fyrir að henda bjórdós eða samlokubréfi í almenningsgarði, svo dæmi sé tekið. Þótt embættismenn borgarinnar og kjörnir fulltrúar kunna að hafa áhuga á þessu þá þarf að setja heimild fyrir þessu í lögreglusamþykkt svo þetta sé framkvæmanlegt og til þess þarf lagastoð. Breyta þyrfti lögum um meðferð sakamála svo lögreglunni yrði gert kleift að sekta menn á staðnum, en fyrirkomulagið eins og það er núna hér á landi er eins og það var í Svíþjóð áður. Rannsaka þarf brotið og gefa út ákæru, gangist menn ekki við því. Á síðasta ári í heild sinni komu upp fjögur mál á höfuðborgarsvæðinu þar sem menn voru sektaðir fyrir sóðaskap. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að þetta hafi komið til tals að rýmka sektarheimildir lögreglu þannig að þær nái ekki aðeins til umferðarlagabrota. „Þetta kom fram í álitsgerð starfshóps sem skilaði áliti sínu til ráðuneytisins í desember í fyrra. En í þessari álitsgerð kemur líka fram að hópurinn leggi áherslu á að fara þurfi varlega í að fela lögreglumönnum að bjóða þeim sem standa að brotum að ljúka þeim með sekt á staðnum. Sjálfur er ég fullur efasemda um þessa leið, að lögreglumenn annist innheimtu sekta (fyrir sóðaskap) á vettvangi." Ögmundur segir að sú hafi verið tíðin að það hafi verið lenska að fleygja rusli út um bílglugga á þjóðvegum landsins. Þetta muni þeir sem komnir séu til ára sinna. Á þessu hafi hins vegar orðið grundvallarbreyting og hún hafi ekki komið til sögunnar vegna sekta, heldur með upplýstri umræðu og aukinni umhverfisvitund. Ögmundur segir að viðhalda þurfi slíkri umræðu áfram. „Ég held að við leysum þetta ekki með sektum," segir hann. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Innanríkisráðherra hefur miklar efasemdir um að rétt sé að fara að fordæmi Svía og veita lögreglunni heimildir til að sekta menn á staðnum fyrir sóðaskap. Regína Ásvaldsdóttir, staðgengill borgarstjóra, hefur sagt að til skoðunar sé hjá Reykjavíkurborg að sekta þá einstaklinga á staðnum sem uppvísir verða að sóðaskap. Eins og komið hefur fram voru samþykkt ný lög í Svíþjóð á dögunum sem heimila lögreglunni þar í landi að sekta menn á staðnum fyrir að henda rusli á almannafæri. Upphæðin nemur 800 sænskum krónum eða jafnvirði 14.400 íslenskra króna, sem menn gætu verið sektaðir um fyrir að henda bjórdós eða samlokubréfi í almenningsgarði, svo dæmi sé tekið. Þótt embættismenn borgarinnar og kjörnir fulltrúar kunna að hafa áhuga á þessu þá þarf að setja heimild fyrir þessu í lögreglusamþykkt svo þetta sé framkvæmanlegt og til þess þarf lagastoð. Breyta þyrfti lögum um meðferð sakamála svo lögreglunni yrði gert kleift að sekta menn á staðnum, en fyrirkomulagið eins og það er núna hér á landi er eins og það var í Svíþjóð áður. Rannsaka þarf brotið og gefa út ákæru, gangist menn ekki við því. Á síðasta ári í heild sinni komu upp fjögur mál á höfuðborgarsvæðinu þar sem menn voru sektaðir fyrir sóðaskap. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir að þetta hafi komið til tals að rýmka sektarheimildir lögreglu þannig að þær nái ekki aðeins til umferðarlagabrota. „Þetta kom fram í álitsgerð starfshóps sem skilaði áliti sínu til ráðuneytisins í desember í fyrra. En í þessari álitsgerð kemur líka fram að hópurinn leggi áherslu á að fara þurfi varlega í að fela lögreglumönnum að bjóða þeim sem standa að brotum að ljúka þeim með sekt á staðnum. Sjálfur er ég fullur efasemda um þessa leið, að lögreglumenn annist innheimtu sekta (fyrir sóðaskap) á vettvangi." Ögmundur segir að sú hafi verið tíðin að það hafi verið lenska að fleygja rusli út um bílglugga á þjóðvegum landsins. Þetta muni þeir sem komnir séu til ára sinna. Á þessu hafi hins vegar orðið grundvallarbreyting og hún hafi ekki komið til sögunnar vegna sekta, heldur með upplýstri umræðu og aukinni umhverfisvitund. Ögmundur segir að viðhalda þurfi slíkri umræðu áfram. „Ég held að við leysum þetta ekki með sektum," segir hann. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira