Erlent

Segir Gaddafi tilbúinn til að fara frá

Óli Tynes skrifar
Moammar Gaddafi,
Moammar Gaddafi,
Utanríkisráðherra Frakklands segir að París sé í sambandi við fulltrúa Moammars Gaddafis leiðtoga Líbíu. Þeir segi að hann sé reiðubúinn að fara frá völdum ef um það nást viðunandi samningar. Fram til þessa hefur Gaddafi neitað að yfirgefa Líbíu en á það geta uppreisnarmenn ekki fallist. Né heldur Atlantshafsbandalagið sem stýrir hernaðaraðgerðum í landinu.



Alain Juppe utanríkisráðherra minntist ekkert á þann þátt þegar hann skýrði frá skilaboðum sendimanna Gaddafis. Það voru Frakkar sem gengu framfyrir skjöldu þegar aðgerðir gegn Líbíu voru fyrst til umræðu. Frakkar hafa enda sent bæði herþotur og orrustuþyrlur til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×