Ráðherra segir mikilvægt að vernda íslenska lambakjötsframleiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2011 19:00 Jón Bjarnason Mynd/Anton Landbúnaðarráðherra segir innflutningskvóta á lambakjöti ekki boðna út vegna þess að mikilvægt sé að standa vörð um íslenska lambakjötsframleiðslu. Hann telji engan vilja stefna þessari grunnframleiðslu í landinu í hættu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir nægar birgðir til af lambakjöti í landinu fram að haustslátrun og því sé engin þörf á að flytja inn lambakjöt eins og alþjóðlegir samningar geri ráð fyrir. „Það eru boðnir út kvótar á ýmsum vörum. En við bjóðum ekki út kvóta á lambakjöti. Það er alveg hárrétt af því að þetta er grundvallarframleiðsla hér. Það er mjög mikilvægt að við stöndum vörð um íslenska lambakjötsframleiðslu og fæðuöryggið þar; matvælavinnsluna. Og ég bara spyr, er einhver sem vill stefna því í hættu, íslenskum landbúnaði og íslenskri dilkakjötsframleiðslu? Nei," segir Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hins vegar sé ánægjuefni hvað fáist gott verð fyrir íslenskt dilkakjöt á erlendum mörkuðum og fagnaðarefni hvað útflutningur hafi gengið vel. Sem sýni að Íslendingar geti enn aukið framleiðslu á dilkakjöti, sauðfjárbændum og þjóðinni til hagsbóta. - En er það ekki í besta falli tvískinnungur og jafnvel hræsni að okkur þyki gott að geta flutt okkar lambakjöt út nokkurn veginn óhindrað en reisum síðan háa tollamúra og hindranir hér á Íslandi fyrir því að lambakjöt sé flutt til Íslands? „Mér finnst bara að við stöndum vörð um okkar lambakjötsframleiðslu. Og það held ég að sé stefna og vilji þjóðarinnar," segir Jón. Með innflutningi skapist hætta á smitsjúkdómum sem geti t.d borist í sauðfé. „Við hugsum um þjóðarhag og það gerum við í þessum efnum," segir ráðherrann. - En ég spyr þá aftur, er það ekki tvískinnungur að við viljum flytja nokkurn veginn óhindrað út okkar afurðir en lokum nánast fyrir innflutning á sams konar afurðum frá öðrum löndum? „Ég sé ekki neinn sérstakan tvískinnung í því varðandi lambakjötið. Þetta eru samningar sem hafa verið í gildi um útflutning á lambakjöti. Og það er fagnaðarefni að það skuli fást gott verð fyrir það. En markaðurinn hér á Íslandi er ekki stór og við þurfum þá líka að standa vörð um innanlandsframleiðsluna og neysluna. Og það gerum við með þessum hætti," segir Jón Bjarnason. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir hins vegar nauðsynlegt að auka samkeppni í öllum greinum samfélagsins. Mikilvægt sé að almenn samkeppnislöggjöf gildi um framgöngu t.d. afurðastöðva í búvörugreinum. „Til þess að tryggja einmitt að það verði þá eðlilegt verðmyndunarkerfi, og neytendur njóti ávinningsins af því ef það er að koma betra verð á erlendum mörkuðum," segir Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra. Tengdar fréttir Segir bændur skjóta hátt yfir markið með hækkunum Bændur vilja sjá fjórðungshækkun á verði sauðfjár-afurða til framleiðenda. Formaður Neytendasamtakanna óttast að slíkt gæti hrundið af stað hrinu verðhækkana. 15. júlí 2011 19:45 Kvartað undan landbúnaðarráðherra til umboðsmanns Miðalda viðskiptahættir með lambakjöt munu leiða til umtalsverðra verðhækkana á næstu mánuðum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Á sama tíma og skortur sé á lambakjöti komi landbúnaðarráðherra í veg fyrir innflutning. 19. júlí 2011 18:30 Hægt að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum á annan hátt Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýnar, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, þar sem hann hvetur neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hann segir Gylfa ekki þurfa að beita hótunum til að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum. 18. júlí 2011 09:21 Segir gagnrýni á bændur ómaklega Talsmaður Sauðfjárbænda segir gagnrýni á bændur fyrir að hækka viðmiðunarverðskrá sína ósanngjarna. 17. júlí 2011 14:32 Lambakjöt búið að hækka um 25 prósent Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað verðskrá sína um 25 prósent frá síðasta ári. Formaður samtakanna fullyrðir þó að ekki sé sjálfgefið að hækkunin hafi áhrif á íslenska neytendur, og bendir á að verðskráin sé ekki bindandi. 15. júlí 2011 17:43 Fólk sniðgangi lambakjöt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. 16. júlí 2011 07:00 Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir innflutningskvóta á lambakjöti ekki boðna út vegna þess að mikilvægt sé að standa vörð um íslenska lambakjötsframleiðslu. Hann telji engan vilja stefna þessari grunnframleiðslu í landinu í hættu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir nægar birgðir til af lambakjöti í landinu fram að haustslátrun og því sé engin þörf á að flytja inn lambakjöt eins og alþjóðlegir samningar geri ráð fyrir. „Það eru boðnir út kvótar á ýmsum vörum. En við bjóðum ekki út kvóta á lambakjöti. Það er alveg hárrétt af því að þetta er grundvallarframleiðsla hér. Það er mjög mikilvægt að við stöndum vörð um íslenska lambakjötsframleiðslu og fæðuöryggið þar; matvælavinnsluna. Og ég bara spyr, er einhver sem vill stefna því í hættu, íslenskum landbúnaði og íslenskri dilkakjötsframleiðslu? Nei," segir Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hins vegar sé ánægjuefni hvað fáist gott verð fyrir íslenskt dilkakjöt á erlendum mörkuðum og fagnaðarefni hvað útflutningur hafi gengið vel. Sem sýni að Íslendingar geti enn aukið framleiðslu á dilkakjöti, sauðfjárbændum og þjóðinni til hagsbóta. - En er það ekki í besta falli tvískinnungur og jafnvel hræsni að okkur þyki gott að geta flutt okkar lambakjöt út nokkurn veginn óhindrað en reisum síðan háa tollamúra og hindranir hér á Íslandi fyrir því að lambakjöt sé flutt til Íslands? „Mér finnst bara að við stöndum vörð um okkar lambakjötsframleiðslu. Og það held ég að sé stefna og vilji þjóðarinnar," segir Jón. Með innflutningi skapist hætta á smitsjúkdómum sem geti t.d borist í sauðfé. „Við hugsum um þjóðarhag og það gerum við í þessum efnum," segir ráðherrann. - En ég spyr þá aftur, er það ekki tvískinnungur að við viljum flytja nokkurn veginn óhindrað út okkar afurðir en lokum nánast fyrir innflutning á sams konar afurðum frá öðrum löndum? „Ég sé ekki neinn sérstakan tvískinnung í því varðandi lambakjötið. Þetta eru samningar sem hafa verið í gildi um útflutning á lambakjöti. Og það er fagnaðarefni að það skuli fást gott verð fyrir það. En markaðurinn hér á Íslandi er ekki stór og við þurfum þá líka að standa vörð um innanlandsframleiðsluna og neysluna. Og það gerum við með þessum hætti," segir Jón Bjarnason. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir hins vegar nauðsynlegt að auka samkeppni í öllum greinum samfélagsins. Mikilvægt sé að almenn samkeppnislöggjöf gildi um framgöngu t.d. afurðastöðva í búvörugreinum. „Til þess að tryggja einmitt að það verði þá eðlilegt verðmyndunarkerfi, og neytendur njóti ávinningsins af því ef það er að koma betra verð á erlendum mörkuðum," segir Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra.
Tengdar fréttir Segir bændur skjóta hátt yfir markið með hækkunum Bændur vilja sjá fjórðungshækkun á verði sauðfjár-afurða til framleiðenda. Formaður Neytendasamtakanna óttast að slíkt gæti hrundið af stað hrinu verðhækkana. 15. júlí 2011 19:45 Kvartað undan landbúnaðarráðherra til umboðsmanns Miðalda viðskiptahættir með lambakjöt munu leiða til umtalsverðra verðhækkana á næstu mánuðum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Á sama tíma og skortur sé á lambakjöti komi landbúnaðarráðherra í veg fyrir innflutning. 19. júlí 2011 18:30 Hægt að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum á annan hátt Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýnar, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, þar sem hann hvetur neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hann segir Gylfa ekki þurfa að beita hótunum til að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum. 18. júlí 2011 09:21 Segir gagnrýni á bændur ómaklega Talsmaður Sauðfjárbænda segir gagnrýni á bændur fyrir að hækka viðmiðunarverðskrá sína ósanngjarna. 17. júlí 2011 14:32 Lambakjöt búið að hækka um 25 prósent Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað verðskrá sína um 25 prósent frá síðasta ári. Formaður samtakanna fullyrðir þó að ekki sé sjálfgefið að hækkunin hafi áhrif á íslenska neytendur, og bendir á að verðskráin sé ekki bindandi. 15. júlí 2011 17:43 Fólk sniðgangi lambakjöt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. 16. júlí 2011 07:00 Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Segir bændur skjóta hátt yfir markið með hækkunum Bændur vilja sjá fjórðungshækkun á verði sauðfjár-afurða til framleiðenda. Formaður Neytendasamtakanna óttast að slíkt gæti hrundið af stað hrinu verðhækkana. 15. júlí 2011 19:45
Kvartað undan landbúnaðarráðherra til umboðsmanns Miðalda viðskiptahættir með lambakjöt munu leiða til umtalsverðra verðhækkana á næstu mánuðum að mati Samtaka verslunar og þjónustu. Á sama tíma og skortur sé á lambakjöti komi landbúnaðarráðherra í veg fyrir innflutning. 19. júlí 2011 18:30
Hægt að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum á annan hátt Aðalsteinn Á. Baldursson, Formaður Framsýnar, undrast yfirlýsingar Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, þar sem hann hvetur neytendur til að sniðganga íslenskt lambakjöt. Hann segir Gylfa ekki þurfa að beita hótunum til að ná sínum markmiðum í verðlagsmálum. 18. júlí 2011 09:21
Segir gagnrýni á bændur ómaklega Talsmaður Sauðfjárbænda segir gagnrýni á bændur fyrir að hækka viðmiðunarverðskrá sína ósanngjarna. 17. júlí 2011 14:32
Lambakjöt búið að hækka um 25 prósent Landssamtök sauðfjárbænda hafa hækkað verðskrá sína um 25 prósent frá síðasta ári. Formaður samtakanna fullyrðir þó að ekki sé sjálfgefið að hækkunin hafi áhrif á íslenska neytendur, og bendir á að verðskráin sé ekki bindandi. 15. júlí 2011 17:43
Fólk sniðgangi lambakjöt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. 16. júlí 2011 07:00
Formaður Neytendasamtakanna gagnrýnir 25% hækkun Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segist taka fregnum af áætlaðri 25% hækkun á verðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda afar þunglega. Þetta sé hið undarlegasta mál sem segi til um hverskonar kerfi er í íslenskum landbúnaði. 15. júlí 2011 12:20