Erlent

Clinton hræðist ekki Gaddafí

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Trinidad Jimenez utanríkisráðherra Spánar sögðu í Madríd í dag, að hótanir Moammars Gaddafís einræðisherra Líbíu um hefnarárásir á Evrópu, myndu ekki hræða bandalagsþjóðir NATO frá því að verja óbreytta borgara í Líbíu.

Clinton sagði að Gaddafi ætti að bera hag þjóðar sinnar fyrir brjósti í stað þess að setja fram hótanir. En í útvarpsávarpi í gær hótaði hann hefndarárásum í Evrópu vegna sprengjuárása NATO á Líbíu.

Stríðsglæpadómstóllinn hefur gefið út handtökusskipun á hann vegna stríðsglæpa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×