Innlent

Í farbanni til 4. ágúst - barnið fæddist lifandi og heilbrigt

Hótel Frón við Laugaveg
Hótel Frón við Laugaveg Mynd/Stöð2
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á voveiflegu láti barns, sem fannst í sorpgeymslu við hótel í Reykjavík síðdegis síðastliðinn laugardag, hafi miðað áfram. Í tilkynningu segir að í ljósi þess sem nú liggur fyrir þykja ekki lengur fyrir hendi þau skilyrði sem voru grundvöllur gæsluvarðhaldsúrskurðs héraðsdóms. Hæstiréttur felldi úrskurðinn úr gildi í dag.

Konan var úrskurðuð í farbann til 4.ágúst en hún er laus úr haldi lögreglu. Daníel Pálmason, verjandi konunnar, segir í samtali við fréttastofu að farbannsúrskurðinum hafi ekki verið andmælt. „Við sáum ekki ástæðu til að andmæla farbanninu þar sem konan er ekkert á leið úr landi og býr hér,“ segir hann.

Rannsókn og bráðabirgðaniðurstaða krufningar þykir benda til þess að barnið hafi fæðst lifandi og heilbrigt, en það hafi látist með voveiflegum hætti og að konan, sem þykir vafalaust hafa fætt það, beri ábyrgð á andláti þess. Eftir það hafi hún sjálf komið því fyrir í sorpgeymslu og allt þetta hafi gerst án þess að aðrir hafi haft eða fengið um það vitneskju.

„Kappkostað verður að ljúka rannsókn málsins sem fyrst og senda rannsóknargögn til ríkissaksóknara til ákvörðunar. Í þágu rannsóknar og meðferðar málsins var lögð fram krafa fyrir héraðsdómi Reykjavíkur um það að konan, sem er erlendur ríkisborgari, sæti farbanni sem héraðsdómur hefur fallist á.  Þá verður gætt að því í dag að konan fái læknisaðstoð og heilbrigðisþjónustu í samræmi við þarfir sem læknar meta,“ segir í tilkynningunni frá lögreglu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.