Erlent

Keisaramörgæs á villigötum

Nýsjálendingar fengu óvenjulegan gest á dögunum þegar ung keisaramörgæs sást á strönd einni í landinu. Keisaramörgæsir eyða ævinni jafnan á Suðurskautinu og 44 ár eru liðin frá því villt mörgæs sást síðast við strendur Nýja-Sjálands.

Mörgæsin er líklega um 10 mánaða gömul og er um 80 sentimetrar á hæð. Líklegast hefur það tekið hana nokkra mánuði að synda alla leiðina frá Suðurpólnum. Nú klóra Nýsjálendingar sér í hausnum yfir því hvað gera skuli við fuglinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×