Verðhækkanir ganga á ávinning kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2011 18:47 Verðhækkanir á mjólkurvörum draga úr þeim ávinningi sem nýgerðir kjarasamningar áttu að færa launafólki, segir hagfræðingur Alþýðusambandsins. Tilkynnt var í dag um verðhækkun mjólkurvara um næstu mánaðamót um fjögur til sjö prósent. Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum, sem nefndin verðleggur, hækki hinn 1. júlí n.k. um 4,25%. Þó hækkar verð á smjöri enn meira eða um 6,7% og mjólkurduft til iðnaðar um 6%. Á sama tíma hækkar afurðastöðvaverð til kúabænda um 3,25 kr/ltr mjólkur, þ.e. úr 74,38 kr í 77,63 kr/ltr., eða um 4,4%. Verðlagsnefnd segir ástæður þessara verðbreytinga vera hækkun launa og hækkanir á aðföngum við búrekstur. „Þetta mun auðvitað hafa þau áhrif að verðbólga verður hér meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og sú kaupmáttaraukning sem gert var ráð fyrir að nýgerðir kjarasamningar myndu skila launafólki verða þá minni en ella," segir Henný Hanz hagfræðingur Alþýðusambandsins. Kjarasamningarnir kalli ekki á þessar hækkanir á mjólkurvörum. „Eins og þessar hækkanir sem við eru að sjá núna á mjólkurvörum; þær eru talsvert umfram það sem launahækkanir gefa tilefni til. Þannig að það er ekki hægt að skýra þær með kjarasamningum, það er alveg ljóst," segir Henný. Þá gagnrýnir hún hækkanir fleiri aðila, meðal annars hjá hinu opinbera. Það sé miður að fyrirtæki og stofnanir fari þessa leið á sama tíma og verið sé að reyna að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum. Vonandi leiði þessar hækkanir ekki til víxlhækkana launa og verðlags eins og á árum áður. „Við treystum á að svo verði ekki." Henný segir mjólkurvörur stóran hluta af neyslu heimilanna og áhrif verðhækkananna því töluverð á verðbólguna. Þessar hækkanir geti að lokum bitið fyrirtækin sjálf. Verðhækkanir fyrirtækja gætu því verið eins og að pissa í skóinn sinn. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Verðhækkanir á mjólkurvörum draga úr þeim ávinningi sem nýgerðir kjarasamningar áttu að færa launafólki, segir hagfræðingur Alþýðusambandsins. Tilkynnt var í dag um verðhækkun mjólkurvara um næstu mánaðamót um fjögur til sjö prósent. Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum, sem nefndin verðleggur, hækki hinn 1. júlí n.k. um 4,25%. Þó hækkar verð á smjöri enn meira eða um 6,7% og mjólkurduft til iðnaðar um 6%. Á sama tíma hækkar afurðastöðvaverð til kúabænda um 3,25 kr/ltr mjólkur, þ.e. úr 74,38 kr í 77,63 kr/ltr., eða um 4,4%. Verðlagsnefnd segir ástæður þessara verðbreytinga vera hækkun launa og hækkanir á aðföngum við búrekstur. „Þetta mun auðvitað hafa þau áhrif að verðbólga verður hér meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og sú kaupmáttaraukning sem gert var ráð fyrir að nýgerðir kjarasamningar myndu skila launafólki verða þá minni en ella," segir Henný Hanz hagfræðingur Alþýðusambandsins. Kjarasamningarnir kalli ekki á þessar hækkanir á mjólkurvörum. „Eins og þessar hækkanir sem við eru að sjá núna á mjólkurvörum; þær eru talsvert umfram það sem launahækkanir gefa tilefni til. Þannig að það er ekki hægt að skýra þær með kjarasamningum, það er alveg ljóst," segir Henný. Þá gagnrýnir hún hækkanir fleiri aðila, meðal annars hjá hinu opinbera. Það sé miður að fyrirtæki og stofnanir fari þessa leið á sama tíma og verið sé að reyna að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum. Vonandi leiði þessar hækkanir ekki til víxlhækkana launa og verðlags eins og á árum áður. „Við treystum á að svo verði ekki." Henný segir mjólkurvörur stóran hluta af neyslu heimilanna og áhrif verðhækkananna því töluverð á verðbólguna. Þessar hækkanir geti að lokum bitið fyrirtækin sjálf. Verðhækkanir fyrirtækja gætu því verið eins og að pissa í skóinn sinn.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira