Erlent

Ísraelar dæmdir fyrir að stela úr útrýmingabúðum

Hið alræmda skilti sem var reyndar eitt sinn stolið.
Hið alræmda skilti sem var reyndar eitt sinn stolið.
Ísraelskt par var dæmt fyrir að stela munum úr alræmdustu útrýmingarbúðum nasista, Auschwitz, samkvæmt fréttastofu AP. Parið var stoppað á flugvellinum í Kraká í Póllandi í vikunni en í fórum þeirra fundust hnífar, skæri og skeiðar sem voru til sýnis í útrýmingarbúðunum.

Munina geymdu þau í plastpoka en það var árvekni tollgæslunnar sem varð til þess að þeir gerðu munina upptæka.

parið játaði sök og var sektað auk þess sem þau fengu skilorðsbundin dóm fyrir brotið. Þeim var sleppt í kjölfarið og leyft að fljúga aftur til Ísraels. Ekki er vitað hvað þau ætluðu að gera við munina.

Þess má geta að fyrir nokkrum árum var frægu skilti útrýmingabúðanna stolið. Þá átti að selja safnara skiltið. Þjófarnir voru síðar handteknir og skiltinu skilað.

Yfir milljón gyðinga voru drepnir í Auschwitz í seinni heimstyrjöldinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×