Ristilspeglun í staðinn fyrir koníak í afmælisgjöf 27. júní 2011 19:45 Það er betra að fá ristilspeglun í fimmtugsafmælisgjöf en koníaksflösku segir maður sem hefur barist við ristilkrabbamein í tæpan áratug. Minni líkur eru á lækningu ristilkrabba hjá þeim sem fara fyrst í rannsókn þegar einkenni eru komin í ljós. Skúli Skúlason var 38 ára gamall þegar hann greindist með alvarlegt ristilkrabbamein árið 2003 en á þeim tíma hafði hann fundið fyrir almennri vanlíðan og ákvað að leita til læknis. „Maður fékk þau svör að þetta byrji sem sepi að öllu jöfnu og þróist yfir í krabbamein á 10-15 árum. Þannig að þetta var búið að vera lengi í mér án þess að ég vissi af því, " segir Skúli. Hann varð ekki var við nein einkenni frá meltingafærum á þessum árum og segir þetta vera klassískt dæmi um það hvernig sjúkdómurinn hagi sér. „Þegar einkennin koma fram þá er það nánast orðið of seint. Þannig að það er það sem er svo erfitt við þennan sjúkdóm, hann er einkennalaus svo lengi og þú veist ekkert af þessu," segir Skúli. Tíðni krabbameina í ristli og endaþarmi hefur aukist hér á landi vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar. Á árunum 1955 til 1959 greindust 52 karlmenn með slík mein en 370 á árunum 2005 til 2009. Þróunin er svipuð hjá konum, en tilfellum fjölgaði úr 66 í 310 á fyrrgreindum tímabilum. Með ristilspeglun er hægt að finna þessar tegundir krabbameina á forstigum, svokallaða sepa, og fjarlægja áður en þeir verða illkynja. Þrátt fyrir að auðvelt sé að komast í speglun hefur enn ekki tekist að fækka tilfellum hér á landi þar sem einstaklingar fara ekki í rannsókn fyrr en þeir hafa fengið einkenni. Skúli hvetur alla til að drífa sig í eina slíka og segir að ónotin af skimun séu ekki afsökun. „Ef allavega menn bera saman óþægindin við skimun við óþægindin við lyfjameðferð þá þarf ekkert að spyrja mig að því, ég myndi fara í skimun, það er alveg ljóst. Þetta er eitthvað sem þú kærir þig ekki um að lenda í," segir Skúli. Þá slær Skúli á létta strengi í lokinn. „Það er öflug afmælisgjöf, fimmtugsafmælisgjöf, hjá fjölskyldum að gefa þeim sem á afmæli skimun frekar en koníaksflösku," Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Það er betra að fá ristilspeglun í fimmtugsafmælisgjöf en koníaksflösku segir maður sem hefur barist við ristilkrabbamein í tæpan áratug. Minni líkur eru á lækningu ristilkrabba hjá þeim sem fara fyrst í rannsókn þegar einkenni eru komin í ljós. Skúli Skúlason var 38 ára gamall þegar hann greindist með alvarlegt ristilkrabbamein árið 2003 en á þeim tíma hafði hann fundið fyrir almennri vanlíðan og ákvað að leita til læknis. „Maður fékk þau svör að þetta byrji sem sepi að öllu jöfnu og þróist yfir í krabbamein á 10-15 árum. Þannig að þetta var búið að vera lengi í mér án þess að ég vissi af því, " segir Skúli. Hann varð ekki var við nein einkenni frá meltingafærum á þessum árum og segir þetta vera klassískt dæmi um það hvernig sjúkdómurinn hagi sér. „Þegar einkennin koma fram þá er það nánast orðið of seint. Þannig að það er það sem er svo erfitt við þennan sjúkdóm, hann er einkennalaus svo lengi og þú veist ekkert af þessu," segir Skúli. Tíðni krabbameina í ristli og endaþarmi hefur aukist hér á landi vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar. Á árunum 1955 til 1959 greindust 52 karlmenn með slík mein en 370 á árunum 2005 til 2009. Þróunin er svipuð hjá konum, en tilfellum fjölgaði úr 66 í 310 á fyrrgreindum tímabilum. Með ristilspeglun er hægt að finna þessar tegundir krabbameina á forstigum, svokallaða sepa, og fjarlægja áður en þeir verða illkynja. Þrátt fyrir að auðvelt sé að komast í speglun hefur enn ekki tekist að fækka tilfellum hér á landi þar sem einstaklingar fara ekki í rannsókn fyrr en þeir hafa fengið einkenni. Skúli hvetur alla til að drífa sig í eina slíka og segir að ónotin af skimun séu ekki afsökun. „Ef allavega menn bera saman óþægindin við skimun við óþægindin við lyfjameðferð þá þarf ekkert að spyrja mig að því, ég myndi fara í skimun, það er alveg ljóst. Þetta er eitthvað sem þú kærir þig ekki um að lenda í," segir Skúli. Þá slær Skúli á létta strengi í lokinn. „Það er öflug afmælisgjöf, fimmtugsafmælisgjöf, hjá fjölskyldum að gefa þeim sem á afmæli skimun frekar en koníaksflösku,"
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira