Ræddi við yfirmenn framkvæmdastjórnar ESB 28. júní 2011 17:31 Össur fundaði m.a. Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB og ítrekaði Össur þann vilja Íslendinga að hefja viðræður um allt að helming samningskaflanna fyrir árslok. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, átti í dag og í gær fundi með þremur yfirmönnum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, auk tveggja fulltrúa Evrópuþingsins. Fundirnir voru í framhaldi ríkjaráðstefnu ESB og Íslands í Brussel, þar sem eiginlegum samningaviðræðum var hrundið úr vör með opnun fjögurra fyrstu kaflanna. Fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins að á fundi með Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB, voru efnisatriði og fyrirkomulag aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið til umræðu. Á þeim fundi ítrekaði Össur þann vilja Íslendinga að hefja viðræður um allt að helming samningskaflanna fyrir árslok, þ. á m. samningskafla um sjávarútveg og landbúnað. Þá fundaði Össur með Mariu Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þau ræddu endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB, samningaviðræðurnar framundan og stöðuna í makrílviðræðum Íslendinga, Norðmanna, Færeyja og Evrópusambandsins. Össur hitti einnig Olla Rehn, sem fer með efnahags- og gjaldeyrismál í framkvæmdastjórninni. Á fundinum kynnti Össur efnahagsáætlun Íslands og Rehn gerði grein fyrir aðgerðum ESB til að tryggja efnahagsstöðugleika á evrusvæðinu og breytingum á fjármálaregluverki ESB. Þá fundaði Össur að lokum með þýska þingmanninum Martin Schultz, sem fer fyrir hópi jafnaðarmanna á Evrópuþinginu. Þeir ræddu aðildarviðræðurnar og hlutverk Evrópuþingsins í þeim. Ennfremur ræddi Össur við Steffen Weber, framkvæmdastjóra Norðurskautsvettvangs Evrópusambandsins og ráðgjafa Evrópuþingsins um norðurslóðir, um mögulegt samstarf Íslands og Evrópusambandsins í málefnum norðurslóða. Tengdar fréttir Árni Þór telur brýnt að hraða aðildarferlinu Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segist ánægður með að aðildarviðræðurnar Íslands og Evrópusambandsins gangi hratt fyrir sig. "Ég er eindreginn stuðningsmaður þeirra ákvörðunar Alþingis að fara að fara í viðræður við Evrópusambandið um hugsanlega aðild og leggja málið í dóm kjósenda. Það er það lýðræðislega umboð sem stjórnvöld hafa og Alþingi á að hafa eftirlit með því.“ 27. júní 2011 19:30 Stækkunarstjóri ESB segir að sjávarútvegsmálin verði erfiðust Utanríkisráðherra lagði til á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins í morgun að aðildarviðræðum Íslendinga við sambandið verði hraðað, og tekist verði á um alla nauðsynlega kafla samninganna sem fyrst. Ráðamenn í Brussel sögðu daginn sögulegan og lýstu ánægju með að formlegar aðildarviðræður væru hafnar. 27. júní 2011 19:05 Aðildarviðræður við ESB hafnar Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hófust í dag þegar fyrstu fjórir kaflar viðræðnanna voru teknir fyrir, en samkvæmt fréttatilkynningu á síðu sambandsins hefur yfirferð á tveimur þessara kafla verið lokað til bráðabirgða. 27. júní 2011 11:34 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, átti í dag og í gær fundi með þremur yfirmönnum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, auk tveggja fulltrúa Evrópuþingsins. Fundirnir voru í framhaldi ríkjaráðstefnu ESB og Íslands í Brussel, þar sem eiginlegum samningaviðræðum var hrundið úr vör með opnun fjögurra fyrstu kaflanna. Fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins að á fundi með Stefan Fule, stækkunarstjóra ESB, voru efnisatriði og fyrirkomulag aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið til umræðu. Á þeim fundi ítrekaði Össur þann vilja Íslendinga að hefja viðræður um allt að helming samningskaflanna fyrir árslok, þ. á m. samningskafla um sjávarútveg og landbúnað. Þá fundaði Össur með Mariu Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þau ræddu endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB, samningaviðræðurnar framundan og stöðuna í makrílviðræðum Íslendinga, Norðmanna, Færeyja og Evrópusambandsins. Össur hitti einnig Olla Rehn, sem fer með efnahags- og gjaldeyrismál í framkvæmdastjórninni. Á fundinum kynnti Össur efnahagsáætlun Íslands og Rehn gerði grein fyrir aðgerðum ESB til að tryggja efnahagsstöðugleika á evrusvæðinu og breytingum á fjármálaregluverki ESB. Þá fundaði Össur að lokum með þýska þingmanninum Martin Schultz, sem fer fyrir hópi jafnaðarmanna á Evrópuþinginu. Þeir ræddu aðildarviðræðurnar og hlutverk Evrópuþingsins í þeim. Ennfremur ræddi Össur við Steffen Weber, framkvæmdastjóra Norðurskautsvettvangs Evrópusambandsins og ráðgjafa Evrópuþingsins um norðurslóðir, um mögulegt samstarf Íslands og Evrópusambandsins í málefnum norðurslóða.
Tengdar fréttir Árni Þór telur brýnt að hraða aðildarferlinu Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segist ánægður með að aðildarviðræðurnar Íslands og Evrópusambandsins gangi hratt fyrir sig. "Ég er eindreginn stuðningsmaður þeirra ákvörðunar Alþingis að fara að fara í viðræður við Evrópusambandið um hugsanlega aðild og leggja málið í dóm kjósenda. Það er það lýðræðislega umboð sem stjórnvöld hafa og Alþingi á að hafa eftirlit með því.“ 27. júní 2011 19:30 Stækkunarstjóri ESB segir að sjávarútvegsmálin verði erfiðust Utanríkisráðherra lagði til á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins í morgun að aðildarviðræðum Íslendinga við sambandið verði hraðað, og tekist verði á um alla nauðsynlega kafla samninganna sem fyrst. Ráðamenn í Brussel sögðu daginn sögulegan og lýstu ánægju með að formlegar aðildarviðræður væru hafnar. 27. júní 2011 19:05 Aðildarviðræður við ESB hafnar Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hófust í dag þegar fyrstu fjórir kaflar viðræðnanna voru teknir fyrir, en samkvæmt fréttatilkynningu á síðu sambandsins hefur yfirferð á tveimur þessara kafla verið lokað til bráðabirgða. 27. júní 2011 11:34 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Árni Þór telur brýnt að hraða aðildarferlinu Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segist ánægður með að aðildarviðræðurnar Íslands og Evrópusambandsins gangi hratt fyrir sig. "Ég er eindreginn stuðningsmaður þeirra ákvörðunar Alþingis að fara að fara í viðræður við Evrópusambandið um hugsanlega aðild og leggja málið í dóm kjósenda. Það er það lýðræðislega umboð sem stjórnvöld hafa og Alþingi á að hafa eftirlit með því.“ 27. júní 2011 19:30
Stækkunarstjóri ESB segir að sjávarútvegsmálin verði erfiðust Utanríkisráðherra lagði til á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins í morgun að aðildarviðræðum Íslendinga við sambandið verði hraðað, og tekist verði á um alla nauðsynlega kafla samninganna sem fyrst. Ráðamenn í Brussel sögðu daginn sögulegan og lýstu ánægju með að formlegar aðildarviðræður væru hafnar. 27. júní 2011 19:05
Aðildarviðræður við ESB hafnar Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hófust í dag þegar fyrstu fjórir kaflar viðræðnanna voru teknir fyrir, en samkvæmt fréttatilkynningu á síðu sambandsins hefur yfirferð á tveimur þessara kafla verið lokað til bráðabirgða. 27. júní 2011 11:34