Innlent

Minna kvótafrumvarp samþykkt

Alls hafa 25 frumvörp orðið að lögum síðan á fimmtudag og kvöddust þingmenn glaðir í bragði að þingfundi loknum.
Alls hafa 25 frumvörp orðið að lögum síðan á fimmtudag og kvöddust þingmenn glaðir í bragði að þingfundi loknum. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Minna kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra varð að lögum í kvöld en hart hefur verið tekist á um málið síðustu daga. Hafa þá alls 25 frumvörp orðið að lögum síðan á fimmtudag. 19 þingmenn greiddu atkvæði á móti frumvarpinu en 30 greiddu atkvæði með því.

Þingmenn gengu harkalega fram í umræðum um minna kvótafrumvarpið í gærkvöld. Þá stóðu umræður til klukkan tuttugu mínútur í eitt um nóttina, en mikið var um framíköll og hiti í ræðumönnum. Stjórnarandstaðan gagnrýndi samstöðuleysi innan stjórnarflokkanna, en aðeins formaður sjávarútvegsnefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, skrifaði undir framhaldsnefndarálit um málið án fyrirvara. Lilja sagðist hins vegar sannfærð um að stjórnarflokkarnir væru á réttri leið í málinu.

Kvótafrumvarpið var áfram rætt í dag, og var svo sem fyrr segir samþykkt með 30 atkvæðum þingmanna en 19 greiddu atkvæði gegn samþykki þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×