Innlent

Mæðgin útskrifuðust saman

Sextíu og fimm ára kona, sem var kúabóndi í Dalasýslu, flutti til höfuðborgarinnar á gamals aldri og skellti sér í áttunda bekk Grunnskóla. Hún útskrifaðist með meistaragráðu frá Háskóla Íslands í dag ásamt syni sínum sem einnig fékk sína meistaragráðu í hendur.

Mæðginin Eyjólfur og Birna eru ættuð úr Dalasýslu, en Birna flutti á Álftanesið árið 1996. Þá gat hún vart lesið Andrés á dönsku að eigin sögn en ákvað að taka áttunda og níunda bekkinn í Námsflokkum í Reykjavík.

Því næst fór hún í Flensborg þar sem hún tók stúdentspróf og útskrifaðist svo árið 2006 úr þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Í dag fékk hún síðan meistaragráðu í íslenskum bókmenntum en á sama tíma útskrifaðist sonurinn með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu. Það var því tími til þess að fagna á heimili Birnu, og Eyjólfur er stoltu af móður sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×