Koma til Reykjavíkur á morgun - allt gengið vonum framar Boði Logason skrifar 15. júní 2011 20:21 Sveinn Benedikt Rögnvaldsson ásamt eiginkonu sinni Signýju Gunnarsdóttur Mynd/Stöð2 „Við höfum ekki vigtað okkur ennþá en það eru örugglega einhver kíló farin,“ segir Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, sem er einn fjögurra, sem hefur hlaupið hringinn í kringum landið síðustu tvær vikur. Hópurinn er nú staddur í Hvalfirðinum og reikna með að koma í bæinn á morgun klukkan þrjú. Yfirskrift verkefnisins er „Meðan fæturnir bera mig“ og er tilgangurinn að safna fé fyrir krabbameinssjúk börn en sonur Sveins og eiginkonu hans, Signýjar Gunnarsdóttur, greindist með bráðahvítblæði í janúar á síðasta ári þá þriggja ára gamall. Hlaupararnir skipta hlaupinu á milli sín, og hafa þau hlaupið um 100 kílómetra dag, hver og einn um 25 kílómetra. Það hefur gengið á ýmsu frá því að þau lögðu af stað þann 2. júní síðastliðinn segir Sveinn. „Við lentum í alveg brjáluðu veðri á Möðrudalsöræfum, þegar við vöknuðum daginn eftir var um 10 sentimetra þykkt snjólag fyrir utan,“ segir hann. „Svo er einn í hópnum að glíma við meiðsli þannig það hefur gengið á ýmsu. Það er smá þreyta í hópnum en annars hefur þetta gengið vonum framar.“ Sveinn og eiginkona hans hafa ekki verið miklir hlauparar hingað til en eftir að þau ákváðu að fara af stað með verkefnið í vetur æfðu þau mikið. Hópurinn hleypur um 1350 kílómetra í heildina og gert er ráð fyrir því að koma að Vodafone-vellinum klukkan 15 á morgun þar sem Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, ætlar að taka á móti hópnum. „Það eru einhverjir sem ætla að hlaupa með okkur síðustu kílómetrana,“ segir hann en hægt er að fylgjast með leiðinni sem hópurinn kemur í bæinn á heimasíðu verkefnisins hér. Hægt er að leggja verkefninu lið en rúmlega níu milljónir hafa safnast. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Við höfum ekki vigtað okkur ennþá en það eru örugglega einhver kíló farin,“ segir Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, sem er einn fjögurra, sem hefur hlaupið hringinn í kringum landið síðustu tvær vikur. Hópurinn er nú staddur í Hvalfirðinum og reikna með að koma í bæinn á morgun klukkan þrjú. Yfirskrift verkefnisins er „Meðan fæturnir bera mig“ og er tilgangurinn að safna fé fyrir krabbameinssjúk börn en sonur Sveins og eiginkonu hans, Signýjar Gunnarsdóttur, greindist með bráðahvítblæði í janúar á síðasta ári þá þriggja ára gamall. Hlaupararnir skipta hlaupinu á milli sín, og hafa þau hlaupið um 100 kílómetra dag, hver og einn um 25 kílómetra. Það hefur gengið á ýmsu frá því að þau lögðu af stað þann 2. júní síðastliðinn segir Sveinn. „Við lentum í alveg brjáluðu veðri á Möðrudalsöræfum, þegar við vöknuðum daginn eftir var um 10 sentimetra þykkt snjólag fyrir utan,“ segir hann. „Svo er einn í hópnum að glíma við meiðsli þannig það hefur gengið á ýmsu. Það er smá þreyta í hópnum en annars hefur þetta gengið vonum framar.“ Sveinn og eiginkona hans hafa ekki verið miklir hlauparar hingað til en eftir að þau ákváðu að fara af stað með verkefnið í vetur æfðu þau mikið. Hópurinn hleypur um 1350 kílómetra í heildina og gert er ráð fyrir því að koma að Vodafone-vellinum klukkan 15 á morgun þar sem Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, ætlar að taka á móti hópnum. „Það eru einhverjir sem ætla að hlaupa með okkur síðustu kílómetrana,“ segir hann en hægt er að fylgjast með leiðinni sem hópurinn kemur í bæinn á heimasíðu verkefnisins hér. Hægt er að leggja verkefninu lið en rúmlega níu milljónir hafa safnast.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira