Innlent

Karlmaður fannst látinn

Karlmaður um fimmtugt sem fjölmennt lið lögreglu- og björgunarsveitarmanna leitaði að í gær fannst látinn í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Hvolsvelli lítur út fyrir að maðurinn hafi orðið bráðkvaddur.

Maðurinn fór frá sumarhúsi í landi Svínhaga á Rangárvöllum í gærmorgun og ætlaði að hlaupa til Hellu og hitta fjölskyldu sína þar. Þegar hann skilaði sér ekki á Hellu var farið að grennslast fyrir um hann fljótlega eftir hádegi og formleg leit hófst í kjölfarið. Kallað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar og tóku tvær þyrlur þátt í leitinni en önnur þeirra var að koma frá æfingum skammt frá Hornafirði.

Fjölmargir tóku þátt í leitinni sem skilaði lok árangri þegar önnur þyrla Landhelgisgæslunnar fann manninn á tíunda tímanum í gærkvöldi ekki langt frá sumarhúsinu. Hann var þá látinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×