Innlent

Átta í fangageymslum á Akureyri

Mynd/Haraldur
Nóttin var mjög erilsöm hjá lögreglunni á Akureyri í nótt en þar standa Bíladagar yfir. Fjöldi fólks lagði leið sína í bæinn og sátu margir að sumbli fram undir morgun. Allir átta fangageymsluklefar voru nýttir og segir varðstjóri nokkra þeirra hafa hýst fleiri en einn yfir nóttina. Eitthvað var um slagsmál og voru tveir stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×