Enski boltinn

Sóknarmaður Monaco orðaður við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Moukandjo er hér til vinstri á myndinni.
Moukandjo er hér til vinstri á myndinni. Nordic Photos / AFP
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Liverpool sé nú að fylgjast vel með Benjamin Moukandjo, sóknarmanni Monaco sem féll úr frönsku úrvalsdeildinni á dögunum.

„Ég hef heyrt einhverja orðróma og mér finnst gaman að það sé verið að orða mig við Liverpol,“ sagði Moukandjo við franska fjölmiðla. „En ég á von á því að ég verði áfram hjá Monaco nema að draumar fari að rætast hjá mér.“

Moukandjo er 22 ára gamall Kamerúni og kom til Monaco í janúar síðastliðnum frá Nimes. En þar sem að Monaco er fallið í frönsku B-deildina eru talið líklegt að hann muni fara annað.

„Það voru okkur mikil vonbrigði að falla. Þetta er skref í ranga átt enda er Monaco eitt stærsta félag Frakklands. Þetta eru erfiðir tímar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×