Fótbolti

Drillo: Portúgal með besta landslið heims

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Egil „Drillo“ Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, telur að sínir menn eigi möguleika í leiknum gegn Noregi um helgina en telur að Portúgal sé engu að síður með besta landslið heims um þessar mundir.

Liðin eru með Íslandi í riðli en landsliðið mætir Dönum á Laugardalsvelli á laugardagskvöldið, á svipuðum tíma og Portúgal mætir Noregi á heimavelli.

Um toppslag í riðlinum er að ræða þar sem að Norðmenn eru efstir með tíu stig eftir fjóra leiki en Portúgal í öðru sæti með sjö stig.

„Mér finnst að Portúgal sé með besta landslið heims um þessar mundir,“ sagði Olsen við norska fjölmiðla. „Það sýnir best 4-0 sigurinn gegn Spáni fyrir skömmu.“

„Portúgal er sigurstranglegri aðilinn í leiknum en ég er bjartsýnn. Við getum vel náð stigi úr þessum leik - jafnvel þremur.“

„Portúgal verður að vinna þennan leik og það gæti reynst okkur vel. Það er viðbúið að þeir verða með boltann 65-70 prósent af leiknum en við verðum að klókir í okkar skyndisóknum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×