Innlent

Akstur bannaður á nær öllu hálendinu

Vegfarendur eru beðnir að kynna sér nánar hvar umferð er leyfð áður en þeir leggja leið sína upp á hálendið.
Vegfarendur eru beðnir að kynna sér nánar hvar umferð er leyfð áður en þeir leggja leið sína upp á hálendið.
Allur akstur er bannaður á nær öllum hálendisvegum vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. Þeir sem ætla að leggja leið sína upp á hálendið eru því beðnir að kynna sér nánar hvar umferð er leyfð áður en lagt er af stað.

Einnig eru hafnar framkvæmdir á undirgöngum undir Reykjanesbraut við Grensás í Reykjanesbæ og er umferð því beint um hjáleið en gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í september.

Að lokum má benda á að vinna stendur yfir við tvöföldun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ og eru vegfarendur hvattir til að sýna fyllstu aðgát og fylgja þeim merkingum sem settar hafa verið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×