Innlent

Jói Fel innkallar súkkulaði

Hjá Jói Fel hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur ákveðið að innkalla belgískt súkkulaði merkt Jóa Fel.

Ástæðan er sú að ekki er getið soja lesitin í innihaldslýsingu. Soja lesetin er á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda. Samkvæmt matmvælalöggjöf eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.

Í tilkynningu frá Jóa Fel segir að varan sé ekki lengur í sölu en hún færst í verslunum Hagkaupa. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að farga henni eða skila í næstu verslun Hjá Jóa Fel gegn endurgreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×