Samstaða um að lækka skatta á olíuvinnslu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2011 12:45 Efnahags- og skattanefnd Alþingis er einróma sammála um að skattaálögur á olíuvinnslu í íslenskri lögsögu verði lækkaðar. Lagabreyting þessa efnis er talin forsenda næsta olíuleitarútboðs á Drekasvæðinu, sem á að hefjast þann 1. ágúst næstkomandi. Íslensk stjórnvöld undirbúa nú annað olíuleitarútboð Íslendinga og af því tilefni stóð Orkustofnun fyrir kynningarfundi í Stafangri í Noregi í gær. Fundinn sóttu um 35 manns, þar af fulltrúar átta olíufélaga, að sögn Þórarins Sveins Arnarsonar, verkefnisstjóra olíuleitar hjá Orkustofnun. Í þeim hópi voru bandarísku olíurisarnir Exxon Mobil og Conoco Phillips, en einnig Statoil í Noregi, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, og Total, stærsta olíufélag Frakklands. Í fyrsta Drekaútboðinu fyrir tveimur árum sendu tvö norsk félög inn tilboð en bæði hættu við. Meðal annars fékkst sú skýring á dræmri þátttöku þá að fyrirhuguð skattheimta Íslendinga af olíuvinnslu hefði fælt frá. Til að slíkt endurtaki sig ekki flutti fjármálaráðherra nýlega tvö frumvörp á Alþingi um að breyta skattheimtunni og gera hana líkari því sem tíðkast hjá öðrum þjóðum við Norður-Atlantshaf. Efnahags- og skattanefnd Alþingis hefur nú fjallað um frumvörpin og mæla allir níu þingnefndarmenn með því einróma að frumvörpin verði samþykkt, einnig fulltrúi Vinstri grænna, en þar í flokki hafa opinberlega heyrst efasemdir um að olíuvinnsla á Norðurslóðum samrýmdist stefnu flokksins. Útboðið á Drekasvæðinu hefst þann 1. ágúst næstkomandi og fá olíufélög frest til 1. febrúar 2012 til að senda inn tilboð. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Efnahags- og skattanefnd Alþingis er einróma sammála um að skattaálögur á olíuvinnslu í íslenskri lögsögu verði lækkaðar. Lagabreyting þessa efnis er talin forsenda næsta olíuleitarútboðs á Drekasvæðinu, sem á að hefjast þann 1. ágúst næstkomandi. Íslensk stjórnvöld undirbúa nú annað olíuleitarútboð Íslendinga og af því tilefni stóð Orkustofnun fyrir kynningarfundi í Stafangri í Noregi í gær. Fundinn sóttu um 35 manns, þar af fulltrúar átta olíufélaga, að sögn Þórarins Sveins Arnarsonar, verkefnisstjóra olíuleitar hjá Orkustofnun. Í þeim hópi voru bandarísku olíurisarnir Exxon Mobil og Conoco Phillips, en einnig Statoil í Noregi, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, og Total, stærsta olíufélag Frakklands. Í fyrsta Drekaútboðinu fyrir tveimur árum sendu tvö norsk félög inn tilboð en bæði hættu við. Meðal annars fékkst sú skýring á dræmri þátttöku þá að fyrirhuguð skattheimta Íslendinga af olíuvinnslu hefði fælt frá. Til að slíkt endurtaki sig ekki flutti fjármálaráðherra nýlega tvö frumvörp á Alþingi um að breyta skattheimtunni og gera hana líkari því sem tíðkast hjá öðrum þjóðum við Norður-Atlantshaf. Efnahags- og skattanefnd Alþingis hefur nú fjallað um frumvörpin og mæla allir níu þingnefndarmenn með því einróma að frumvörpin verði samþykkt, einnig fulltrúi Vinstri grænna, en þar í flokki hafa opinberlega heyrst efasemdir um að olíuvinnsla á Norðurslóðum samrýmdist stefnu flokksins. Útboðið á Drekasvæðinu hefst þann 1. ágúst næstkomandi og fá olíufélög frest til 1. febrúar 2012 til að senda inn tilboð.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira