Exxon Mobil sýnir Drekaútboðinu áhuga Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2011 18:36 Olíuborpallur Bandarísku olíurisarnir Exxon Mobil og Conoco Phillips, ásamt Statoil í Noregi og Total í Frakklandi, eru meðal þeirra átta olíufélaga sem sóttu kynningarfund um væntanlegt útboð Íslendinga á Drekasvæðinu, sem Orkustofnun stóð fyrir í Stafangri í Noregi í dag. Önnur félög sem sendu fulltrúa sína á fundinn eru Atlantic Petrolium í Færeyjum, Faroe Petrolium í Bretlandi, Sagex Petrolium í Noregi og Tullow Oil í Bretlandi. Annað útboð Íslands í olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefst þann 1. ágúst næstkomandi og hafa olíufélög frest til 1. febrúar 2012 til að senda inn tilboð. Áður var áformað að hafa frestinn til 1. desember 2011 en nýlega var ákveðið að lengja útboðstímabilið um tvo mánuði, þar sem hitt þótti í stysta lagi, að sögn Þórarins Sveins Arnarsonar, verkefnisstjóra olíuleitar hjá Orkustofnun. Þórarinn segir að á fundinum í Stafangri í dag, sem um 35 manns sóttu, hafi meðal annars verið kynntar áformaðar breytingar á skattalöggjöf Íslands, sem eru í meðförum Alþingis, og segir Þórarinn að fulltrúum olíufélaganna hafi almennt litist vel á þær breytingar. Einnig kynnti franska olíuleitarfyrirtækið CGG Veritas hljóðbylgjurannsóknir sem þykja lofa góðu um Drekasvæðið. Í fyrsta Drekaútboðinu fyrir tveimur árum sendu tvö norsk félög inn tilboð, Sagex Petrolium og Aker Exploration, en bæði hættu við. Meðal annars fékkst sú skýring á dræmri þátttöku að fyrirhuguð skattheimta Íslendinga af olíuvinnslu hefði fælt frá. Þótt fulltrúar átta olíufélaga hafi mætt á fundinn í dag segir Þórarinn að það segi ekkert um hvort þau muni taka þátt í útboðinu, og heldur ekkert um hvort önnur félög, sem ekki voru á fundinum, verði með, en fundurinn var einkum hugsaður fyrir félög sem hafa skrifstofur í Stafangri. Áhugi Exxon Mobil, stærsta olíufélags Bandaríkjanna, vekur athygli í ljósi þess að það ákvað fyrir þremur mánuðum að taka þátt í olíuleit við Færeyjar. Í því skyni keypti Exxon Mobil helmingshlut í þremur leitarleyfum Statoil í færeyska landgrunninu og ætla olíufélögin í sameiningu, ásamt færeyska olíufélaginu Atlantic Petrolium, að bora fyrstu rannsóknarholuna þar síðar á þessu ári. Þessi þrjú félög áttu öll fulltrúa á Drekafundinum í Stafangri í dag. Hinir olíurisarnir á fundinum í dag eru heldur ekki af smærri gerðinni. Total er stærsta olíufélag Frakklands og Conoco Phillips er þriðja stærsta olíufélag Bandaríkjanna. Þessi félög mættu á kynningarfundinn: Atlantic Oil, Færeyjum Conoco Phillips, Bandaríkjunum Exxon Mobil, Bandaríkjunum Faroe Petrolium, Bretlandi Sagex Petrolium, Noregi Statoil, Noregi Total, Frakklandi Tullow Oil, Bretlandi Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira
Bandarísku olíurisarnir Exxon Mobil og Conoco Phillips, ásamt Statoil í Noregi og Total í Frakklandi, eru meðal þeirra átta olíufélaga sem sóttu kynningarfund um væntanlegt útboð Íslendinga á Drekasvæðinu, sem Orkustofnun stóð fyrir í Stafangri í Noregi í dag. Önnur félög sem sendu fulltrúa sína á fundinn eru Atlantic Petrolium í Færeyjum, Faroe Petrolium í Bretlandi, Sagex Petrolium í Noregi og Tullow Oil í Bretlandi. Annað útboð Íslands í olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefst þann 1. ágúst næstkomandi og hafa olíufélög frest til 1. febrúar 2012 til að senda inn tilboð. Áður var áformað að hafa frestinn til 1. desember 2011 en nýlega var ákveðið að lengja útboðstímabilið um tvo mánuði, þar sem hitt þótti í stysta lagi, að sögn Þórarins Sveins Arnarsonar, verkefnisstjóra olíuleitar hjá Orkustofnun. Þórarinn segir að á fundinum í Stafangri í dag, sem um 35 manns sóttu, hafi meðal annars verið kynntar áformaðar breytingar á skattalöggjöf Íslands, sem eru í meðförum Alþingis, og segir Þórarinn að fulltrúum olíufélaganna hafi almennt litist vel á þær breytingar. Einnig kynnti franska olíuleitarfyrirtækið CGG Veritas hljóðbylgjurannsóknir sem þykja lofa góðu um Drekasvæðið. Í fyrsta Drekaútboðinu fyrir tveimur árum sendu tvö norsk félög inn tilboð, Sagex Petrolium og Aker Exploration, en bæði hættu við. Meðal annars fékkst sú skýring á dræmri þátttöku að fyrirhuguð skattheimta Íslendinga af olíuvinnslu hefði fælt frá. Þótt fulltrúar átta olíufélaga hafi mætt á fundinn í dag segir Þórarinn að það segi ekkert um hvort þau muni taka þátt í útboðinu, og heldur ekkert um hvort önnur félög, sem ekki voru á fundinum, verði með, en fundurinn var einkum hugsaður fyrir félög sem hafa skrifstofur í Stafangri. Áhugi Exxon Mobil, stærsta olíufélags Bandaríkjanna, vekur athygli í ljósi þess að það ákvað fyrir þremur mánuðum að taka þátt í olíuleit við Færeyjar. Í því skyni keypti Exxon Mobil helmingshlut í þremur leitarleyfum Statoil í færeyska landgrunninu og ætla olíufélögin í sameiningu, ásamt færeyska olíufélaginu Atlantic Petrolium, að bora fyrstu rannsóknarholuna þar síðar á þessu ári. Þessi þrjú félög áttu öll fulltrúa á Drekafundinum í Stafangri í dag. Hinir olíurisarnir á fundinum í dag eru heldur ekki af smærri gerðinni. Total er stærsta olíufélag Frakklands og Conoco Phillips er þriðja stærsta olíufélag Bandaríkjanna. Þessi félög mættu á kynningarfundinn: Atlantic Oil, Færeyjum Conoco Phillips, Bandaríkjunum Exxon Mobil, Bandaríkjunum Faroe Petrolium, Bretlandi Sagex Petrolium, Noregi Statoil, Noregi Total, Frakklandi Tullow Oil, Bretlandi
Mest lesið Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Sjá meira