Innlent

Börn að léttast og offita stendur í stað

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Vísbendingar eru um að yngstu skólabörnin á Reykjavíkursvæðinu séu að léttast. Þetta sýnir nýútkomin skýrsla og jafnframt að ofþyngd og offita barna stendur í stað.

Íslensk börn tóku að þyngjast verulega á níunda áratugnum. Talið er að aukin sjónvarps og tölvunotkun hafi haft mikið um það að segja svo og minni hreyfing og breytt mataræði sem fól í sér aukningu á neyslu á unnum kjötvörum. Í kringum aldamótin var um tuttugu prósent grunnskólabarna yfir kjörþyngd. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins birti í byrjun mánaðar skýrslu með úttekt á þyngd barna á höfuðborgarsvæðinu. Sú skýrsla sýnir að hlutfall barna í yfirkjörþynd virðist hætt að hækka og er þess í stað farið að standa í stað.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni, segir að yngri börnin séu í betri málum en unglingarnir.

Þannig eru vísbendingar um að börn í fyrsta bekk í grunnskólunum eru að léttast. Ragnheiður segir aukna vakningu um þyngd barna hafa sitt að segja um þessa þróun. Miklivægt sé að foreldrar sjái til þess að börn þeirra lifi heilbrigðu lífi, hreyfi sig og borði hollan mat, en morgunmaturinn sé sérstaklega mikilvægur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×