Erlent

DNA úr Strauss-Kahn á fötum þernunar

Erfðaefni úr Dominique Strauss-Kahn fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur fundist á fötum þjónustustúlkunnar sem hann er sakaður um að hafa nauðgað á hótelherbergi í New York á dögunum.

NBC fréttastofan greindi frá þessu í dag. Þetta rennir stoðum undir staðhæfingar þjónustustúlkunnar sem segir að Strauss-Kahn hafi þröngvað henni til munnmaka, reynt að nauðga henni og lokað hana inni á hótelsvítunni.

Strauss-Kahn gengur nú laus eftir að hafa sett fram eina milljón dollara í tryggingarfé. Honum hefur þó verið fyrirskipað að halda til í íbúð í borginni og gæta vopnaðir verðir hans dag og nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×