Börn valin eftir tekjum en ekki tannskemmdum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. maí 2011 19:00 Ósanngjarnt er að mismuna börnum eftir launum foreldra sinna þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Þetta segir formaður Tannlæknafélagsins. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að um tvö hundruð umsóknir hafa þegar borist um endurgjaldslausa tannlæknaþjónustu fyrir börn efnaminni foreldra. Tennur barnanna eru margar hverjar illa farnar. Dæmi er um að draga þurfti tennur úr fjórtán ára stúlku þar sem þær voru svo brunnar og að börn séu á verkjalyfjum í langan tíma vegna tannpínu. Af þeim umsóknum sem hafa borist eru fjörtíu frá foreldrum utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins er boðið upp á tannlæknaþjónustuna í Reykjavík og þurfa börnin því að koma þangað. Foreldrarnir geta sótt um að fá endurgreiddan ferðakostnaðinn, það er bensínkostnað eða áætlunarferð. Formaður Tannlæknafélags Íslands er ósáttur við þetta fyrirkomulag. Hann telur að það hefði bæði verið betra fyrir foreldrana og börnin að geta fengið tannlæknaþjónustuna í sínu bæjarfélagi auk þess sem það hefði verið ódýrara fyrir stjórnvöld. „Við erum ósátt við það hvernig þessum fjármunum er varið. Við hefðum frekar vilja sjá að fénu væri varið í tannlækningarnar sjálfar en ekki ferðakostnað," segir formaður Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands. Sigurður bendir á að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og að það þurfi að finna framtíðarlausn á þessum málum. „Það á leysa málin málið heildstætt með aðkomu allra tannlækna. Það þarf að hugsa fram í tímann," segir Sigurður. Sigurður segir þó jákvætt að verið sé að gera eitthvað fyrir þennan hóp. Ósanngjarnt sé hins vegar að börnum sé mismunað eftir launum foreldra sinna. „Þarna er verið að velja börn eftir tekjum en ekki tannskemmdum. Sumir eru til dæmis með miklar tekjur en litlar ráðstöfunartekjur og þá bitnar það á þeim," segir Sigurður að lokum. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Trans hatur mun éta okkur öll ef við leyfum því að stýra ferðinni“ „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Ósanngjarnt er að mismuna börnum eftir launum foreldra sinna þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Þetta segir formaður Tannlæknafélagsins. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að um tvö hundruð umsóknir hafa þegar borist um endurgjaldslausa tannlæknaþjónustu fyrir börn efnaminni foreldra. Tennur barnanna eru margar hverjar illa farnar. Dæmi er um að draga þurfti tennur úr fjórtán ára stúlku þar sem þær voru svo brunnar og að börn séu á verkjalyfjum í langan tíma vegna tannpínu. Af þeim umsóknum sem hafa borist eru fjörtíu frá foreldrum utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins er boðið upp á tannlæknaþjónustuna í Reykjavík og þurfa börnin því að koma þangað. Foreldrarnir geta sótt um að fá endurgreiddan ferðakostnaðinn, það er bensínkostnað eða áætlunarferð. Formaður Tannlæknafélags Íslands er ósáttur við þetta fyrirkomulag. Hann telur að það hefði bæði verið betra fyrir foreldrana og börnin að geta fengið tannlæknaþjónustuna í sínu bæjarfélagi auk þess sem það hefði verið ódýrara fyrir stjórnvöld. „Við erum ósátt við það hvernig þessum fjármunum er varið. Við hefðum frekar vilja sjá að fénu væri varið í tannlækningarnar sjálfar en ekki ferðakostnað," segir formaður Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands. Sigurður bendir á að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og að það þurfi að finna framtíðarlausn á þessum málum. „Það á leysa málin málið heildstætt með aðkomu allra tannlækna. Það þarf að hugsa fram í tímann," segir Sigurður. Sigurður segir þó jákvætt að verið sé að gera eitthvað fyrir þennan hóp. Ósanngjarnt sé hins vegar að börnum sé mismunað eftir launum foreldra sinna. „Þarna er verið að velja börn eftir tekjum en ekki tannskemmdum. Sumir eru til dæmis með miklar tekjur en litlar ráðstöfunartekjur og þá bitnar það á þeim," segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Trans hatur mun éta okkur öll ef við leyfum því að stýra ferðinni“ „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira