Innlent

Breskur almenningur var hrifnari en gagnrýnendur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þríeykið úr Næturvakinni.
Þríeykið úr Næturvakinni.
Þótt breskir gagnrýnendur hafi ekki brugðist svo vel við Næturvaktina, sem BBC 4 sýnir þessa vikuna, gegnir allt öðru um almenning í Bretlandi sem virðist hafa skemmt sér ágætlega yfir fyrsta þættinum í fyrrakvöld. Nokkrir áhorfendur lýstu hrifningu sinni á Twitter sama kvöld og þetta fór allt saman fram.

„Horfði rétt í þessu á Næturvaktina á BBC 4. Ég trúi því ekki að ég hafi haft svona gaman af íslensku gríni. Ég verð að muna að horfa á morgun," segir einn áhorfandinn.

Viðbrögð almennings á Twitter voru ágæt.


„Íslenski grínþátturinn á BBC 4 er í raun og veru virkilega góður," segir annar áhorfandinn.

„Næturvaktin er nýja uppáhalds íslenski grínþátturinn minn," segir sá þriðji.

Sýningar á Næturvaktaþáttunum héldu áfram í gærkvöld, en þáttaröðin verður sýnd í heild sinni í þessari viku.


Tengdar fréttir

Íslenskur húmor fer illa í breska gagnrýnendur

Næturvaktin í leikstjórn Ragnars Bragasonar lagðist greinilega misvel í Breta. Fyrsti þátturinn í seríunni var sýndur á sjónvarpsstöðinni BBC 4 í gær. "Orðalag og tungumálið er almennt er jafnan stærsta atriðið sem fær okkur til að hlæja, þannig að Næturvaktin, sem er íslenskur skemmtiþáttur með texta, er dálítil áhætta," segir Brian Viner, gagnrýnandi breska blaðsins Independent. Hann efast hins vegar ekkert um það að Íslendingum finnist þátturinn fyndinn. "Mér fannst það hins vegar ekki,“ segir hann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×