Prestur um heimsendaspá 21. maí: Þetta er bara hræðsluáróður Boði Logason skrifar 17. maí 2011 20:27 Séra Hjálmar Jónsson, segir að fólk þurfi ekki að óttast heimsendi þann 21. maí næstkomandi. „Nei, ég er viss um það, það er ekki hægt að vitna í neitt í Biblíunni sem vísar á þennan dag," segir séra Hjálmar Jónsson, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, aðspurður hvort heimsendir verði þann 21. maí næstkomandi, líkt og hópur í Bandaríkjunum hefur haldið fram með auglýsingum í fjölmiðlum undanfarið. Hópurinn, sem nefnir sig FamilyRadio.com, varar fólk við að dómsdagur verði 21. maí næstkomandi í blaða- og sjónvarpsauglýsingum. Sagt er að mjög svo öflugur jarðskjálfti verði milli klukkan 6 og 7:45 að morgni til og enn sterkari skjálfti á milli 20 og 20:45 - í kjölfarið muni heimurinn farast. Í auglýsingu frá hópnum segir að Bíblían muni tryggja það að dómsdagur verði þennan dag.Ekkert annað en hræðsluáróður Séra Hjálmar segir að það séu ekki meiri líkur á heimsendi núna frekar en síðustu þúsund eða milljónir ára. „Þegar maður les söguna þá eru alltaf svona spádómar í gangi, þeir virðast vera notaðir í ákveðnum pólitískum tilgangi og til að ná eyrum fólks. Svo líður tíminn og einhverjir eru hræddir eða líður illa með þetta," segir séra Hjálmar. „Þetta er ekkert annað en hræðsluáróður."Auglýsing frá hópnum FamilyRadio.comAðspurður hvort að það komi fram í Biblíunni að það verði heimsendir fyrr eða síðar segir hann að svo sé. „Heimsendaspár eru mjög eindregnar í Biblíunni, þar kemur fram að þessi heimur muni líða undir lok í þeirri mynd sem hann er við endurkomu Jesú Krists. Það getur verið á morgun eða eftir milljón ár," segir séra Hjálmar og tekur fram að veröldin sé okkur tímanleg.Fólk deyr ekki í stafrófsröð Hann vonast til að þess að það komi þeim sem spái heimsendi þægilega á óvart að það verði ekki heimsendir þann 21. næstkomandi. „Þessi heimur er ótryggur, maður heyrir nánast daglega um slysfarir og hörmungar, en heimsendir hefur ekki orðið. Hinsvegar er það heimsendir fyrir þá sem verða fyrir slysi eða annari ógæfu," segir séra Hjálmar. „Okkar tími verður einhvern tímann búinn hérna, það verður ekki hjá öllum í einu - fólk deyr ekki eftir aldri eða í stafrófsröð." „Ég held að við eigum miklu frekar að snúa okkur að því að gera lífið áhyggjulaust og hamingjusamt en að hræða hvort annað með því að heimurinn sé að líða undir lok," segir hann. „Ég vona að þeir vakni glaðir og reiðir að morgni 22. maí þeir sem spá heimsendi 21. maí og snúi sér að einhverju öðru mikilvægara og uppbyggilegra," segir séra Hjálmar að lokum.Hægt er að hlusta á viðtal við Chris McCann hjá Familyradio.com, sem útvarpsþátturinn Harmageddon tók í síðustu viku, hér. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
„Nei, ég er viss um það, það er ekki hægt að vitna í neitt í Biblíunni sem vísar á þennan dag," segir séra Hjálmar Jónsson, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, aðspurður hvort heimsendir verði þann 21. maí næstkomandi, líkt og hópur í Bandaríkjunum hefur haldið fram með auglýsingum í fjölmiðlum undanfarið. Hópurinn, sem nefnir sig FamilyRadio.com, varar fólk við að dómsdagur verði 21. maí næstkomandi í blaða- og sjónvarpsauglýsingum. Sagt er að mjög svo öflugur jarðskjálfti verði milli klukkan 6 og 7:45 að morgni til og enn sterkari skjálfti á milli 20 og 20:45 - í kjölfarið muni heimurinn farast. Í auglýsingu frá hópnum segir að Bíblían muni tryggja það að dómsdagur verði þennan dag.Ekkert annað en hræðsluáróður Séra Hjálmar segir að það séu ekki meiri líkur á heimsendi núna frekar en síðustu þúsund eða milljónir ára. „Þegar maður les söguna þá eru alltaf svona spádómar í gangi, þeir virðast vera notaðir í ákveðnum pólitískum tilgangi og til að ná eyrum fólks. Svo líður tíminn og einhverjir eru hræddir eða líður illa með þetta," segir séra Hjálmar. „Þetta er ekkert annað en hræðsluáróður."Auglýsing frá hópnum FamilyRadio.comAðspurður hvort að það komi fram í Biblíunni að það verði heimsendir fyrr eða síðar segir hann að svo sé. „Heimsendaspár eru mjög eindregnar í Biblíunni, þar kemur fram að þessi heimur muni líða undir lok í þeirri mynd sem hann er við endurkomu Jesú Krists. Það getur verið á morgun eða eftir milljón ár," segir séra Hjálmar og tekur fram að veröldin sé okkur tímanleg.Fólk deyr ekki í stafrófsröð Hann vonast til að þess að það komi þeim sem spái heimsendi þægilega á óvart að það verði ekki heimsendir þann 21. næstkomandi. „Þessi heimur er ótryggur, maður heyrir nánast daglega um slysfarir og hörmungar, en heimsendir hefur ekki orðið. Hinsvegar er það heimsendir fyrir þá sem verða fyrir slysi eða annari ógæfu," segir séra Hjálmar. „Okkar tími verður einhvern tímann búinn hérna, það verður ekki hjá öllum í einu - fólk deyr ekki eftir aldri eða í stafrófsröð." „Ég held að við eigum miklu frekar að snúa okkur að því að gera lífið áhyggjulaust og hamingjusamt en að hræða hvort annað með því að heimurinn sé að líða undir lok," segir hann. „Ég vona að þeir vakni glaðir og reiðir að morgni 22. maí þeir sem spá heimsendi 21. maí og snúi sér að einhverju öðru mikilvægara og uppbyggilegra," segir séra Hjálmar að lokum.Hægt er að hlusta á viðtal við Chris McCann hjá Familyradio.com, sem útvarpsþátturinn Harmageddon tók í síðustu viku, hér.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira