Prestur um heimsendaspá 21. maí: Þetta er bara hræðsluáróður Boði Logason skrifar 17. maí 2011 20:27 Séra Hjálmar Jónsson, segir að fólk þurfi ekki að óttast heimsendi þann 21. maí næstkomandi. „Nei, ég er viss um það, það er ekki hægt að vitna í neitt í Biblíunni sem vísar á þennan dag," segir séra Hjálmar Jónsson, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, aðspurður hvort heimsendir verði þann 21. maí næstkomandi, líkt og hópur í Bandaríkjunum hefur haldið fram með auglýsingum í fjölmiðlum undanfarið. Hópurinn, sem nefnir sig FamilyRadio.com, varar fólk við að dómsdagur verði 21. maí næstkomandi í blaða- og sjónvarpsauglýsingum. Sagt er að mjög svo öflugur jarðskjálfti verði milli klukkan 6 og 7:45 að morgni til og enn sterkari skjálfti á milli 20 og 20:45 - í kjölfarið muni heimurinn farast. Í auglýsingu frá hópnum segir að Bíblían muni tryggja það að dómsdagur verði þennan dag.Ekkert annað en hræðsluáróður Séra Hjálmar segir að það séu ekki meiri líkur á heimsendi núna frekar en síðustu þúsund eða milljónir ára. „Þegar maður les söguna þá eru alltaf svona spádómar í gangi, þeir virðast vera notaðir í ákveðnum pólitískum tilgangi og til að ná eyrum fólks. Svo líður tíminn og einhverjir eru hræddir eða líður illa með þetta," segir séra Hjálmar. „Þetta er ekkert annað en hræðsluáróður."Auglýsing frá hópnum FamilyRadio.comAðspurður hvort að það komi fram í Biblíunni að það verði heimsendir fyrr eða síðar segir hann að svo sé. „Heimsendaspár eru mjög eindregnar í Biblíunni, þar kemur fram að þessi heimur muni líða undir lok í þeirri mynd sem hann er við endurkomu Jesú Krists. Það getur verið á morgun eða eftir milljón ár," segir séra Hjálmar og tekur fram að veröldin sé okkur tímanleg.Fólk deyr ekki í stafrófsröð Hann vonast til að þess að það komi þeim sem spái heimsendi þægilega á óvart að það verði ekki heimsendir þann 21. næstkomandi. „Þessi heimur er ótryggur, maður heyrir nánast daglega um slysfarir og hörmungar, en heimsendir hefur ekki orðið. Hinsvegar er það heimsendir fyrir þá sem verða fyrir slysi eða annari ógæfu," segir séra Hjálmar. „Okkar tími verður einhvern tímann búinn hérna, það verður ekki hjá öllum í einu - fólk deyr ekki eftir aldri eða í stafrófsröð." „Ég held að við eigum miklu frekar að snúa okkur að því að gera lífið áhyggjulaust og hamingjusamt en að hræða hvort annað með því að heimurinn sé að líða undir lok," segir hann. „Ég vona að þeir vakni glaðir og reiðir að morgni 22. maí þeir sem spá heimsendi 21. maí og snúi sér að einhverju öðru mikilvægara og uppbyggilegra," segir séra Hjálmar að lokum.Hægt er að hlusta á viðtal við Chris McCann hjá Familyradio.com, sem útvarpsþátturinn Harmageddon tók í síðustu viku, hér. Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
„Nei, ég er viss um það, það er ekki hægt að vitna í neitt í Biblíunni sem vísar á þennan dag," segir séra Hjálmar Jónsson, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, aðspurður hvort heimsendir verði þann 21. maí næstkomandi, líkt og hópur í Bandaríkjunum hefur haldið fram með auglýsingum í fjölmiðlum undanfarið. Hópurinn, sem nefnir sig FamilyRadio.com, varar fólk við að dómsdagur verði 21. maí næstkomandi í blaða- og sjónvarpsauglýsingum. Sagt er að mjög svo öflugur jarðskjálfti verði milli klukkan 6 og 7:45 að morgni til og enn sterkari skjálfti á milli 20 og 20:45 - í kjölfarið muni heimurinn farast. Í auglýsingu frá hópnum segir að Bíblían muni tryggja það að dómsdagur verði þennan dag.Ekkert annað en hræðsluáróður Séra Hjálmar segir að það séu ekki meiri líkur á heimsendi núna frekar en síðustu þúsund eða milljónir ára. „Þegar maður les söguna þá eru alltaf svona spádómar í gangi, þeir virðast vera notaðir í ákveðnum pólitískum tilgangi og til að ná eyrum fólks. Svo líður tíminn og einhverjir eru hræddir eða líður illa með þetta," segir séra Hjálmar. „Þetta er ekkert annað en hræðsluáróður."Auglýsing frá hópnum FamilyRadio.comAðspurður hvort að það komi fram í Biblíunni að það verði heimsendir fyrr eða síðar segir hann að svo sé. „Heimsendaspár eru mjög eindregnar í Biblíunni, þar kemur fram að þessi heimur muni líða undir lok í þeirri mynd sem hann er við endurkomu Jesú Krists. Það getur verið á morgun eða eftir milljón ár," segir séra Hjálmar og tekur fram að veröldin sé okkur tímanleg.Fólk deyr ekki í stafrófsröð Hann vonast til að þess að það komi þeim sem spái heimsendi þægilega á óvart að það verði ekki heimsendir þann 21. næstkomandi. „Þessi heimur er ótryggur, maður heyrir nánast daglega um slysfarir og hörmungar, en heimsendir hefur ekki orðið. Hinsvegar er það heimsendir fyrir þá sem verða fyrir slysi eða annari ógæfu," segir séra Hjálmar. „Okkar tími verður einhvern tímann búinn hérna, það verður ekki hjá öllum í einu - fólk deyr ekki eftir aldri eða í stafrófsröð." „Ég held að við eigum miklu frekar að snúa okkur að því að gera lífið áhyggjulaust og hamingjusamt en að hræða hvort annað með því að heimurinn sé að líða undir lok," segir hann. „Ég vona að þeir vakni glaðir og reiðir að morgni 22. maí þeir sem spá heimsendi 21. maí og snúi sér að einhverju öðru mikilvægara og uppbyggilegra," segir séra Hjálmar að lokum.Hægt er að hlusta á viðtal við Chris McCann hjá Familyradio.com, sem útvarpsþátturinn Harmageddon tók í síðustu viku, hér.
Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira