Skólameistari VMA: Við erum ekki í vinsældakeppni Erla Hlynsdóttir skrifar 18. maí 2011 11:15 Hjalti Jón Sveinsson segir samanburðinn ósanngjarnan en hefur annars ekki teljandi áhyggjur „Við erum ekki í vinsældakeppni. Við útskrifum hæft og gott fólk," segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Samkvæmt úttekt stærðfræðings á gæðum 32 framhaldsskóla á Íslandi er VMA í 22. sæti. Verkmenntaskóli Austurlands er síðan á botni listans. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og stjórnlagaráðsmaður, vann úttektina fyrir Frjálsa verslun. Í nýjasta tölublaðinu kemur fram að skólarnir séu metnir samkvæmt 17 gæðavísum, meðal annars menntun kennara, árangri í innlendum og alþjóðlegum keppnum, svo sem Gettu Betur. Eins og komið hefur fram trónir Menntaskólinn í Reykjavík á toppi listans, með 925 stig, og Menntaskólinn í Hamrahlíð er í öðru sæti, með 660 stig. VMA fær hins vegar aðeins 146 stig.Örvænta ekki Hjalti Jón telur þessar niðurstöður ekki ástæðu fyrir starfsfólk og nemendur við VMA til að örvænta. „Ég tek þetta ekki alvarlega," segir hann. Hjalti Jón bendir á að skólinn taki lítið þátt í alþjóðlegum keppnum. Hins vegar sé í skólanum breiður hópur ánægðra nemenda og strangt eftirlit með gæðum skólastarfs.Eyþór Ingi Gunnlaugsson tryggði VMA sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2007Hann segir hægt að meta skólastarf út frá mörgum ólíkum forsendum og ekki sanngjarnt að draga skóla í dilka á þennan hátt. „Ég held að svona lagað geti hreinlega verið hættulegt," segir Hjalti Jón og á þar við að með því að flokka skóla á þennan hátt fái nemendur jafnvel ranga mynd af skólunum. Þá tekur hann dæmi af því að VMA er með sérstaka deild þar sem lögð er áhersla á þjónustu við fatlaða nemendur, en ekkert tillit sé tekið til viðlíka þátta í matinu. Hjalti Jón vekur einnig athygli á góðu gengi skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna.Ráðherra setur fyrirvara Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, segir í samtali við Frjálsa verslun að hún setji ákveðna fyrirvara við niðurstöðu úttektarinnar. Þar bendir hún meðal annars á ójöfn tækifæri milli skóla á landsbyggðinni og í höfuðborginni til að taka þátt í mörgum þeim keppnum sem lagðar eru til grundvallar matinu. Þá bendir hún á að margir þeirra skóla sem eru ofarlega á listanum, svo sem MR og MH, eru í þeirri aðstöðu að geta valið inn nemendur. Í Frjálsri verslun er einnig rætt við stjórnendur þeirra skóla sem efstir eru í úttektinni. Þeir eru sammála um að niðurstöðum sem þessum þurfi að taka með fyrirfara.Leiðrétting:Í fréttinni stóð upphaflega að Verkmenntaskólinn á Akureyri hefði komið verst út úr gæðakönnuninni. Það er ekki rétt, eins og lesa má í endurbættri útgáfu hér að ofan, heldur er það Verkmenntaskóli Austurlands.Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Tengdar fréttir MR besti framhaldsskóli landsins Menntaskólinn í Reykjavík er besti framhaldsskóli landsins ef marka má úttekt stærðfræðings sem byggði á sautján gæðavísum. Úttektin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 16. maí 2011 18:46 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
„Við erum ekki í vinsældakeppni. Við útskrifum hæft og gott fólk," segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Samkvæmt úttekt stærðfræðings á gæðum 32 framhaldsskóla á Íslandi er VMA í 22. sæti. Verkmenntaskóli Austurlands er síðan á botni listans. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og stjórnlagaráðsmaður, vann úttektina fyrir Frjálsa verslun. Í nýjasta tölublaðinu kemur fram að skólarnir séu metnir samkvæmt 17 gæðavísum, meðal annars menntun kennara, árangri í innlendum og alþjóðlegum keppnum, svo sem Gettu Betur. Eins og komið hefur fram trónir Menntaskólinn í Reykjavík á toppi listans, með 925 stig, og Menntaskólinn í Hamrahlíð er í öðru sæti, með 660 stig. VMA fær hins vegar aðeins 146 stig.Örvænta ekki Hjalti Jón telur þessar niðurstöður ekki ástæðu fyrir starfsfólk og nemendur við VMA til að örvænta. „Ég tek þetta ekki alvarlega," segir hann. Hjalti Jón bendir á að skólinn taki lítið þátt í alþjóðlegum keppnum. Hins vegar sé í skólanum breiður hópur ánægðra nemenda og strangt eftirlit með gæðum skólastarfs.Eyþór Ingi Gunnlaugsson tryggði VMA sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2007Hann segir hægt að meta skólastarf út frá mörgum ólíkum forsendum og ekki sanngjarnt að draga skóla í dilka á þennan hátt. „Ég held að svona lagað geti hreinlega verið hættulegt," segir Hjalti Jón og á þar við að með því að flokka skóla á þennan hátt fái nemendur jafnvel ranga mynd af skólunum. Þá tekur hann dæmi af því að VMA er með sérstaka deild þar sem lögð er áhersla á þjónustu við fatlaða nemendur, en ekkert tillit sé tekið til viðlíka þátta í matinu. Hjalti Jón vekur einnig athygli á góðu gengi skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna.Ráðherra setur fyrirvara Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, segir í samtali við Frjálsa verslun að hún setji ákveðna fyrirvara við niðurstöðu úttektarinnar. Þar bendir hún meðal annars á ójöfn tækifæri milli skóla á landsbyggðinni og í höfuðborginni til að taka þátt í mörgum þeim keppnum sem lagðar eru til grundvallar matinu. Þá bendir hún á að margir þeirra skóla sem eru ofarlega á listanum, svo sem MR og MH, eru í þeirri aðstöðu að geta valið inn nemendur. Í Frjálsri verslun er einnig rætt við stjórnendur þeirra skóla sem efstir eru í úttektinni. Þeir eru sammála um að niðurstöðum sem þessum þurfi að taka með fyrirfara.Leiðrétting:Í fréttinni stóð upphaflega að Verkmenntaskólinn á Akureyri hefði komið verst út úr gæðakönnuninni. Það er ekki rétt, eins og lesa má í endurbættri útgáfu hér að ofan, heldur er það Verkmenntaskóli Austurlands.Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Tengdar fréttir MR besti framhaldsskóli landsins Menntaskólinn í Reykjavík er besti framhaldsskóli landsins ef marka má úttekt stærðfræðings sem byggði á sautján gæðavísum. Úttektin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 16. maí 2011 18:46 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
MR besti framhaldsskóli landsins Menntaskólinn í Reykjavík er besti framhaldsskóli landsins ef marka má úttekt stærðfræðings sem byggði á sautján gæðavísum. Úttektin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 16. maí 2011 18:46