Forseti ASÍ: Við viljum sjá vor, vor hins vinnandi manns 1. maí 2011 15:29 Gylfi Arnbjörnsson. „Þetta er sá frostavetur sem íslenskt launafólk hefur gengið í gegnum og þetta er sá frostavetur sem við viljum sjá ljúka – við viljum sjá vor, vor hins vinnandi manns,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á verkalýðsdeginum á Akureyri. Gylfi sagði að öflugt velferðarsamfélag yrði aðeins reist á trúverðugum og varanlegum efnahagslegum stöðugleika og uppbyggingu. Svo bætti hann við: „Þann stöðugleika og trúverðugleika sem okkur vantar svo sárlega nú, höfum við einstætt tækifæri til að ná með því að ljúka viðræðum okkar við Evrópusambandið um aðild, þar sem við stöndum fast á samningsmarkmiðum okkar í sjávarútvegi, landbúnaði og byggðamálum og stefnum að upptöku evru í framhaldi af því.“ Hann sagði þetta vera stórar, og fyrir marga, þungbærar ákvarðanir. Gylfi sagðist jafnframt gera sér grein fyrir að skiptar skoðanir væru um málið í ASÍ. „En aðal atriðið er að þjóðin sjálf fái að taka afstöðu til þeirra í þjóðaatkvæðagreiðslu byggt á hagsmunamati á skýrri samningsniðurstöðu en ekki afstöðu þingmanna á grundvelli krafna sérhagsmunahópa. Höfum það hugfast, að til að móta nýtt samfélag sem verði reist á öðrum og traustari forsendum en áður giltu, verðum við að hafa kjark til þess að breyta til og tíminn til slíkra ákvarðana er nú, en ekki seinna, því það kann að verða of seint! “ sagði hann svo. Þá vék Gylfi einnig orðum sínum að Samtökum Atvinnulífsins líkt og varaforseti ASÍ gerði í ræðu sinni á Austurvelli. „Ljóst er að til þess að rjúfa þessa kyrrstöðu og gíslatöku LÍÚ og SA þarf verkalýðshreyfingin að sameinast og bregðast hart við og það gerum við einungis með því að leita til félagsmanna okkar um heimild til verkfalla. Til þess erum við treg því samfélagslegur kostnaður verkfalla er mikill og mikil ábyrgð sem fylgir notkun þeirra. Það er hins vegar búið að stilla okkur upp við vegg og við eigum engra annara kosta völ en að grípa til verkfallsvopnssins. Ekki einungis er langlundargeð okkar gagnvart atvinnurekendum þrotið, það er búið að misbjóða íslensku launafólki herfilega með því að taka kjarabætur þess í gíslingu við þessar aðstæður.“ Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
„Þetta er sá frostavetur sem íslenskt launafólk hefur gengið í gegnum og þetta er sá frostavetur sem við viljum sjá ljúka – við viljum sjá vor, vor hins vinnandi manns,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á verkalýðsdeginum á Akureyri. Gylfi sagði að öflugt velferðarsamfélag yrði aðeins reist á trúverðugum og varanlegum efnahagslegum stöðugleika og uppbyggingu. Svo bætti hann við: „Þann stöðugleika og trúverðugleika sem okkur vantar svo sárlega nú, höfum við einstætt tækifæri til að ná með því að ljúka viðræðum okkar við Evrópusambandið um aðild, þar sem við stöndum fast á samningsmarkmiðum okkar í sjávarútvegi, landbúnaði og byggðamálum og stefnum að upptöku evru í framhaldi af því.“ Hann sagði þetta vera stórar, og fyrir marga, þungbærar ákvarðanir. Gylfi sagðist jafnframt gera sér grein fyrir að skiptar skoðanir væru um málið í ASÍ. „En aðal atriðið er að þjóðin sjálf fái að taka afstöðu til þeirra í þjóðaatkvæðagreiðslu byggt á hagsmunamati á skýrri samningsniðurstöðu en ekki afstöðu þingmanna á grundvelli krafna sérhagsmunahópa. Höfum það hugfast, að til að móta nýtt samfélag sem verði reist á öðrum og traustari forsendum en áður giltu, verðum við að hafa kjark til þess að breyta til og tíminn til slíkra ákvarðana er nú, en ekki seinna, því það kann að verða of seint! “ sagði hann svo. Þá vék Gylfi einnig orðum sínum að Samtökum Atvinnulífsins líkt og varaforseti ASÍ gerði í ræðu sinni á Austurvelli. „Ljóst er að til þess að rjúfa þessa kyrrstöðu og gíslatöku LÍÚ og SA þarf verkalýðshreyfingin að sameinast og bregðast hart við og það gerum við einungis með því að leita til félagsmanna okkar um heimild til verkfalla. Til þess erum við treg því samfélagslegur kostnaður verkfalla er mikill og mikil ábyrgð sem fylgir notkun þeirra. Það er hins vegar búið að stilla okkur upp við vegg og við eigum engra annara kosta völ en að grípa til verkfallsvopnssins. Ekki einungis er langlundargeð okkar gagnvart atvinnurekendum þrotið, það er búið að misbjóða íslensku launafólki herfilega með því að taka kjarabætur þess í gíslingu við þessar aðstæður.“
Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld eigi að sjá sóma sinn í að greiða allan kostnað Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira