Erlent

Búast við ávarpi frá Bin Laden

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stuðningsmenn Osama Bin Laden létu í ljós gremju sína í Pakistan í dag. Mynd/ afp.
Stuðningsmenn Osama Bin Laden létu í ljós gremju sína í Pakistan í dag. Mynd/ afp.
Leyniþjónustumenn á vegum bandarískra stjórnvalda telja að Osama Bin Laden hafi tekið upp áróðursávarp sitt skömmu áður en hann var tekinn af lífi. Þeir búast við því að ávarpið verði birt fljótlega.

Fréttavefur Guardian segir að ekki liggi fyrir hvort ávarpið hafi verið tekið upp á mynd eða hvort um hljóðupptöku hafi verið að ræða. Leyniþjónustumenn telji hins vegar að það sé þegar byrjað að berast á meðal al-Qaida manna. Tímasetningin er tilviljun og ekki er búist við því að Bin Laden hafi vitað að bandarísku leyniþjónustunni hafi tekist að þrengja hringinn í kringum hann.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti það í nótt að tekist hefði að ráða Bin Laden af dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×