Erlent

Rakaði sig eftir 10 ára hlé

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gary Weddle nýrakaður og sæll. Mynd/ AP.
Gary Weddle nýrakaður og sæll. Mynd/ AP.
Kennari í Washingtonfylki í Bandaríkjunum hét því eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september að hann myndi raka sig fyrr en Osama Bin Laden yrði gómaður. Á sunnudagskvöld, þegar að hann heyrði að bandarískir leyniþjónustumenn hefðu banað Bin Laden ákvað hann að láta til skarar skríða.

Associated Press fréttastofan segir að með skegginu hafi kennarinn, sem heitir Gary Weddle, verið svolítið líkur Bin Laden sjálfum. Weddle var að kenna daginn sem meðlimir úr al-Qaida rændu fjórum flugvélum með þeim afleiðingum að nærri 3000 manns fórust þegar vélunum var brotlent í Virginíu, New York og Pensylvaníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×