Erlent

Samþykktu björgunarpakka fyrir Portúgal

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jose Socrates, forsætisráðherra Portúgals. Mynd/ AFP.
Jose Socrates, forsætisráðherra Portúgals. Mynd/ AFP.
Jose Socrates, forsætisráðherra Portúgals, tilkynnti í kvöld að hann hefði náð samkomulagi um björgunarpakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hann sagði að þriggja ára lán væri góð niðurstaða fyrir Portúgal sem myndi verja stöðu landsins. Samkvæmt upplýsingum frá portúgalska forsætisráðuneytinu mun Portúgal fá 78 milljarða evra lán. Upphæðin nemur tæpum 13 þúsund milljörðum.

Yfirmenn frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hafa verið að vinna að samningnum í þrjár vikur, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×