Eygló hleypur gegn legslímuflakki Erla Hlynsdóttir skrifar 5. maí 2011 11:27 Eygló Harðardóttir ætlar að hlaupa hálft maraþon til styrktar Samtökum kvenna með endómetríósu Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu til stuðnings Samtökum kvenna með endómetríósu, eða legslímuflakk. Eygló var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þar sem lagt er til heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir fræðsluátaki um legslímuflakk og að skoðaður verði möguleikinn á stofnun göngudeildar með legslímuflakk. Eygló var gestur Í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Erlu Kristinsdóttur, formanni Samtaka kvenna með endómetríósu.Þurfti að skafa úr báðum eggjastokkum Erla greindist með legslímuflakk fyrir um fimm árum síðan. Hún hafði alla tíð verið með afar slæma túrverki og tók greiningin á sjúkdómnum um áratug. Hún þurfti loks að fara í stóra aðgerð þar sem skafið var úr báðum eggjastokkum, brennt úr kviðarholinu auk þess sem fleygur var tekinn úr þvagblöðrunni. „Það er ekki hægt að lækna þennan sjúkdóm," segir Erla. Hún segir að sér hafi alltaf verið talin trú um að hún væri einfaldlega bara óheppin að vera með svona slæma túrverki.2-5% kvenna með legslímuflakk Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu og valda þar bólgum og blöðrumyndun. Undir venjulegum kringumstæðum fara þessar frumur út úr líkamanum við blæðingar. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Samtaka kvenna með endómetríósu þjást um 2-5% stúlkna og kvenna hér á landi af sjúkdómnum einhvern tímann á frjósemisskeiði og er því ljóst að um töluverðan fjölda er að ræða. Á 20 ára tímabili greindust um 1.400 konur með sjúkdóminn á Íslandi.Söfnunarátak í Reykjavíkurmaraþoninu Eygló hvetur sem flesta til að styrkja samtökin en markmið þeirra er meðal annars að opna göngudeild við Kvennadeild Landspítalans fyrir konur með legslímuflakk. Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 20. ágúst og söfnun áheita hefst í lok maí á síðunni Hlaupastyrkur.Getur valdið ófrjósemi Helstu einkenni legslímuflakks eru mikill sársauki við og fyrir blæðingar, miklar og/eða óreglulegar blæðingar, verkir í kviðarholi milli blæðinga, sársauki við egglos, samfarir og þvaglát. Legslímuflakk getur valdið ófrjósemi. Hlusta má viðtalið við Erlu og Eygló Í bítinu með því að smella á tengilinn hér efst.Þingsályktunartillöguna má finna hér. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu til stuðnings Samtökum kvenna með endómetríósu, eða legslímuflakk. Eygló var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þar sem lagt er til heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir fræðsluátaki um legslímuflakk og að skoðaður verði möguleikinn á stofnun göngudeildar með legslímuflakk. Eygló var gestur Í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Erlu Kristinsdóttur, formanni Samtaka kvenna með endómetríósu.Þurfti að skafa úr báðum eggjastokkum Erla greindist með legslímuflakk fyrir um fimm árum síðan. Hún hafði alla tíð verið með afar slæma túrverki og tók greiningin á sjúkdómnum um áratug. Hún þurfti loks að fara í stóra aðgerð þar sem skafið var úr báðum eggjastokkum, brennt úr kviðarholinu auk þess sem fleygur var tekinn úr þvagblöðrunni. „Það er ekki hægt að lækna þennan sjúkdóm," segir Erla. Hún segir að sér hafi alltaf verið talin trú um að hún væri einfaldlega bara óheppin að vera með svona slæma túrverki.2-5% kvenna með legslímuflakk Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu og valda þar bólgum og blöðrumyndun. Undir venjulegum kringumstæðum fara þessar frumur út úr líkamanum við blæðingar. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Samtaka kvenna með endómetríósu þjást um 2-5% stúlkna og kvenna hér á landi af sjúkdómnum einhvern tímann á frjósemisskeiði og er því ljóst að um töluverðan fjölda er að ræða. Á 20 ára tímabili greindust um 1.400 konur með sjúkdóminn á Íslandi.Söfnunarátak í Reykjavíkurmaraþoninu Eygló hvetur sem flesta til að styrkja samtökin en markmið þeirra er meðal annars að opna göngudeild við Kvennadeild Landspítalans fyrir konur með legslímuflakk. Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 20. ágúst og söfnun áheita hefst í lok maí á síðunni Hlaupastyrkur.Getur valdið ófrjósemi Helstu einkenni legslímuflakks eru mikill sársauki við og fyrir blæðingar, miklar og/eða óreglulegar blæðingar, verkir í kviðarholi milli blæðinga, sársauki við egglos, samfarir og þvaglát. Legslímuflakk getur valdið ófrjósemi. Hlusta má viðtalið við Erlu og Eygló Í bítinu með því að smella á tengilinn hér efst.Þingsályktunartillöguna má finna hér.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira