Eygló hleypur gegn legslímuflakki Erla Hlynsdóttir skrifar 5. maí 2011 11:27 Eygló Harðardóttir ætlar að hlaupa hálft maraþon til styrktar Samtökum kvenna með endómetríósu Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu til stuðnings Samtökum kvenna með endómetríósu, eða legslímuflakk. Eygló var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þar sem lagt er til heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir fræðsluátaki um legslímuflakk og að skoðaður verði möguleikinn á stofnun göngudeildar með legslímuflakk. Eygló var gestur Í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Erlu Kristinsdóttur, formanni Samtaka kvenna með endómetríósu.Þurfti að skafa úr báðum eggjastokkum Erla greindist með legslímuflakk fyrir um fimm árum síðan. Hún hafði alla tíð verið með afar slæma túrverki og tók greiningin á sjúkdómnum um áratug. Hún þurfti loks að fara í stóra aðgerð þar sem skafið var úr báðum eggjastokkum, brennt úr kviðarholinu auk þess sem fleygur var tekinn úr þvagblöðrunni. „Það er ekki hægt að lækna þennan sjúkdóm," segir Erla. Hún segir að sér hafi alltaf verið talin trú um að hún væri einfaldlega bara óheppin að vera með svona slæma túrverki.2-5% kvenna með legslímuflakk Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu og valda þar bólgum og blöðrumyndun. Undir venjulegum kringumstæðum fara þessar frumur út úr líkamanum við blæðingar. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Samtaka kvenna með endómetríósu þjást um 2-5% stúlkna og kvenna hér á landi af sjúkdómnum einhvern tímann á frjósemisskeiði og er því ljóst að um töluverðan fjölda er að ræða. Á 20 ára tímabili greindust um 1.400 konur með sjúkdóminn á Íslandi.Söfnunarátak í Reykjavíkurmaraþoninu Eygló hvetur sem flesta til að styrkja samtökin en markmið þeirra er meðal annars að opna göngudeild við Kvennadeild Landspítalans fyrir konur með legslímuflakk. Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 20. ágúst og söfnun áheita hefst í lok maí á síðunni Hlaupastyrkur.Getur valdið ófrjósemi Helstu einkenni legslímuflakks eru mikill sársauki við og fyrir blæðingar, miklar og/eða óreglulegar blæðingar, verkir í kviðarholi milli blæðinga, sársauki við egglos, samfarir og þvaglát. Legslímuflakk getur valdið ófrjósemi. Hlusta má viðtalið við Erlu og Eygló Í bítinu með því að smella á tengilinn hér efst.Þingsályktunartillöguna má finna hér. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar að hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu til stuðnings Samtökum kvenna með endómetríósu, eða legslímuflakk. Eygló var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þar sem lagt er til heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir fræðsluátaki um legslímuflakk og að skoðaður verði möguleikinn á stofnun göngudeildar með legslímuflakk. Eygló var gestur Í Bítinu á Bylgjunni í morgun ásamt Erlu Kristinsdóttur, formanni Samtaka kvenna með endómetríósu.Þurfti að skafa úr báðum eggjastokkum Erla greindist með legslímuflakk fyrir um fimm árum síðan. Hún hafði alla tíð verið með afar slæma túrverki og tók greiningin á sjúkdómnum um áratug. Hún þurfti loks að fara í stóra aðgerð þar sem skafið var úr báðum eggjastokkum, brennt úr kviðarholinu auk þess sem fleygur var tekinn úr þvagblöðrunni. „Það er ekki hægt að lækna þennan sjúkdóm," segir Erla. Hún segir að sér hafi alltaf verið talin trú um að hún væri einfaldlega bara óheppin að vera með svona slæma túrverki.2-5% kvenna með legslímuflakk Endómetríósa eða legslímuflakk er krónískur, sársaukafullur sjúkdómur sem orsakakast af því að frumur úr innra lagi legsins finnast á öðrum stöðum í kviðarholinu og valda þar bólgum og blöðrumyndun. Undir venjulegum kringumstæðum fara þessar frumur út úr líkamanum við blæðingar. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Samtaka kvenna með endómetríósu þjást um 2-5% stúlkna og kvenna hér á landi af sjúkdómnum einhvern tímann á frjósemisskeiði og er því ljóst að um töluverðan fjölda er að ræða. Á 20 ára tímabili greindust um 1.400 konur með sjúkdóminn á Íslandi.Söfnunarátak í Reykjavíkurmaraþoninu Eygló hvetur sem flesta til að styrkja samtökin en markmið þeirra er meðal annars að opna göngudeild við Kvennadeild Landspítalans fyrir konur með legslímuflakk. Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 20. ágúst og söfnun áheita hefst í lok maí á síðunni Hlaupastyrkur.Getur valdið ófrjósemi Helstu einkenni legslímuflakks eru mikill sársauki við og fyrir blæðingar, miklar og/eða óreglulegar blæðingar, verkir í kviðarholi milli blæðinga, sársauki við egglos, samfarir og þvaglát. Legslímuflakk getur valdið ófrjósemi. Hlusta má viðtalið við Erlu og Eygló Í bítinu með því að smella á tengilinn hér efst.Þingsályktunartillöguna má finna hér.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira