ESB samningur tilbúinn á næsta ári Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. maí 2011 17:38 Björgvin G. Sigurðsson býst við að hægt verði að kjósa um aðild árið 2013. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að hægt verði að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið á einu ári. Eiginlegar viðræður munu hefjast í júní en rýnivinnu vegna aðildarumræðunnar lauk á dögunum. „Gangi samningsviðræður ágætlega held ég að svona eftir ríflega ár geti samningur verið að koma heim," segir Björgvin G. Sigurðsson í samtali við Vísi. Björgvin á sæti í sameiginlegri þingmannanefnd fyrir ESB og Ísland. Hann segir að þar sé rætt um að þriðjungur samningsins gæti verið nokkuð fljótsaminn vegna EES samningsins. „En þetta eru nokkrir þungir kaflar og ég held að á svona rúmu ári þá ætti þetta að klárast," segir Björgvin. Hann telur að kynningarstarf gæti síðan tekið um það bil ár þar sem já og nei hreyfing myndu takast á. „Þannig að eftir 2 ár, svona einhvern tímann á árinu 2013, þá sé þessu öllu saman einhvern tímann lokið," segir Björgvin. Það yrði þá hægt að dagsetja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB einhvern tímann á því ári. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, á sæti í samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Í grein í Fréttablaðinu í gær lýsti hann efasemdum um að hægt væri að klára samningaviðræðurnar með núverandi þingmeirihluta. Þessu er Björgvin ósammála. Björgvin segist þó skilja sjónarmið Þorsteins. Það sé óheppilegt þegar sífellt sé verið að ráðast á umsóknarferlið. Í Pressupistli sem Björgvin skrifaði í dag gagnýndi hann ummæli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Með lét hann fylgja hefðbundar staðhæfingar andstæðinga aðildar um aðlögunarferli í stað aðildarviðræðna og að borið væri fé á landsmenn til að liðka fyrir aðild," segir Björgvin í pistlinum. Slíkar staðhæfingar séu rangar, en þeim sé ætlað að gera ferlið tortryggilegt og spila á nótur þjóðernishyggjunnar. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að hægt verði að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið á einu ári. Eiginlegar viðræður munu hefjast í júní en rýnivinnu vegna aðildarumræðunnar lauk á dögunum. „Gangi samningsviðræður ágætlega held ég að svona eftir ríflega ár geti samningur verið að koma heim," segir Björgvin G. Sigurðsson í samtali við Vísi. Björgvin á sæti í sameiginlegri þingmannanefnd fyrir ESB og Ísland. Hann segir að þar sé rætt um að þriðjungur samningsins gæti verið nokkuð fljótsaminn vegna EES samningsins. „En þetta eru nokkrir þungir kaflar og ég held að á svona rúmu ári þá ætti þetta að klárast," segir Björgvin. Hann telur að kynningarstarf gæti síðan tekið um það bil ár þar sem já og nei hreyfing myndu takast á. „Þannig að eftir 2 ár, svona einhvern tímann á árinu 2013, þá sé þessu öllu saman einhvern tímann lokið," segir Björgvin. Það yrði þá hægt að dagsetja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB einhvern tímann á því ári. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, á sæti í samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Í grein í Fréttablaðinu í gær lýsti hann efasemdum um að hægt væri að klára samningaviðræðurnar með núverandi þingmeirihluta. Þessu er Björgvin ósammála. Björgvin segist þó skilja sjónarmið Þorsteins. Það sé óheppilegt þegar sífellt sé verið að ráðast á umsóknarferlið. Í Pressupistli sem Björgvin skrifaði í dag gagnýndi hann ummæli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Með lét hann fylgja hefðbundar staðhæfingar andstæðinga aðildar um aðlögunarferli í stað aðildarviðræðna og að borið væri fé á landsmenn til að liðka fyrir aðild," segir Björgvin í pistlinum. Slíkar staðhæfingar séu rangar, en þeim sé ætlað að gera ferlið tortryggilegt og spila á nótur þjóðernishyggjunnar.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira