Innlent

Páskaáætlun Strætó

Akstur vagna Strætó bs. um páskahátíðina verður með sama hætti og verið hefur síðustu ár. Í tilkynningu segir að á skírdag, fimmtudaginn 21. apríl, verði ekið samkvæmt sunnudagsáætlun.

Á föstudaginn langa, 22. apríl, verður enginn akstur.

Laugardaginn 23. apríl verður ekið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun.

Á páskadag, sunnudaginn 24. apríl, verður enginn akstur.

Á annan í páskum, mánudaginn 25. apríl, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun.

Allar nánari upplýsingar má fá á www.straeto.is og í þjónustusíma Strætó bs., 540 2700.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×