Statoil svarar engu um Drekasvæðið 20. apríl 2011 19:32 Norska olíufélagið Statoil skilgreinir nú bæði Grænland og Færeyjar sem sitt nærsvæði í olíuleit en vill ekki upplýsa hvort það vilji bora á íslenska Drekasvæðinu. Statoil er stærsta fyrirtæki á Norðurlöndum og lykillinn að olíuauði Noregs. Á fundi með norrænum fréttamönnum í Ósló á dögunum kom fram að félagið ætlar sér stóra hluti um allt Norður-Atlantshaf. Þannig hefur Statoil hafið olíuleit bæði við Færeyjar og Grænland. En hefur félagið líka áhuga á Jan Mayen-hryggnum og íslenska Drekasvæðinu? Upplýsingafulltrúi Statoil, Jannik Lindbæk, segir of snemmt að segja neitt ákveðið um það. "Við höfum alltaf áhuga á að meta ný svæði, einkum þar sem við höfum forsendur, þekkingu og tækni til að nýta auðlindir," svarar Lindbæk. Statoil fann nýlega gríðarstóra olíulind í Barentshafi og telur mikilvægast að leita á fleiri svæðum á norska landgrunninu, ekki síst við Lófót og í Vesturál, en í Noregi er nú hart deilt um hvort leyfa eigi olíuleit þar. Talsmaður Statoil segir að framleiðslan á norska landgrunninu fari minnkandi því auðlindirnar þar séu byrjaðar að dala. "Það er því mikilvægt að finna nýjar auðlindir sem auka verðmætasköpun sem tengist olíuiðnaðinum í Noregi," segir Jannik Lindbæk. Íslensk stjórnvöld bjóða út olíuleit á Drekasvæðinu í annað sinn í haust. Það kom mörgum á óvart að Statoil skyldi ekki þátt í fyrsta Drekaútboði Íslendinga fyrir tveimur árum. Af hverju var Statoil ekki með? Því vill upplýsingafulltrúi Statoil ekki svara. "Við gerum okkar athuganir og tökum ákvarðanir á grunni ítarlegra gagna. Ég get ekki farið nánar út í það." Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Norska olíufélagið Statoil skilgreinir nú bæði Grænland og Færeyjar sem sitt nærsvæði í olíuleit en vill ekki upplýsa hvort það vilji bora á íslenska Drekasvæðinu. Statoil er stærsta fyrirtæki á Norðurlöndum og lykillinn að olíuauði Noregs. Á fundi með norrænum fréttamönnum í Ósló á dögunum kom fram að félagið ætlar sér stóra hluti um allt Norður-Atlantshaf. Þannig hefur Statoil hafið olíuleit bæði við Færeyjar og Grænland. En hefur félagið líka áhuga á Jan Mayen-hryggnum og íslenska Drekasvæðinu? Upplýsingafulltrúi Statoil, Jannik Lindbæk, segir of snemmt að segja neitt ákveðið um það. "Við höfum alltaf áhuga á að meta ný svæði, einkum þar sem við höfum forsendur, þekkingu og tækni til að nýta auðlindir," svarar Lindbæk. Statoil fann nýlega gríðarstóra olíulind í Barentshafi og telur mikilvægast að leita á fleiri svæðum á norska landgrunninu, ekki síst við Lófót og í Vesturál, en í Noregi er nú hart deilt um hvort leyfa eigi olíuleit þar. Talsmaður Statoil segir að framleiðslan á norska landgrunninu fari minnkandi því auðlindirnar þar séu byrjaðar að dala. "Það er því mikilvægt að finna nýjar auðlindir sem auka verðmætasköpun sem tengist olíuiðnaðinum í Noregi," segir Jannik Lindbæk. Íslensk stjórnvöld bjóða út olíuleit á Drekasvæðinu í annað sinn í haust. Það kom mörgum á óvart að Statoil skyldi ekki þátt í fyrsta Drekaútboði Íslendinga fyrir tveimur árum. Af hverju var Statoil ekki með? Því vill upplýsingafulltrúi Statoil ekki svara. "Við gerum okkar athuganir og tökum ákvarðanir á grunni ítarlegra gagna. Ég get ekki farið nánar út í það."
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira