Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Valur Grettisson skrifar 20. apríl 2011 21:53 Ein af hinum umdeildu myndum úr sýningunni Koddu. Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. Ástæðan fyrir lokun sýningarinnar eru ásakanir forsvarsmanna bókaútgáfunnar Crymogeu um að bók, sem er þar til sýnis, og aðstandendur sýningarinnar hafa átti við, sé brot á sæmdarrétti höfundarins. Bókin sem um ræðir er Flora Islandica með myndskreytingum Eggerts Péturssonar listmálara. Höfundar verksins í Nýlistasafninu sem þeir kalla Fallegasta bók í heimi, keyptu bókina og skreyttu hana með mat, súkkulaði, majonesi, malakoff og þessháttar. Bókin er hluti af stærri innsetningu sýningarinnar. „Samkvæmt stjórn Nýlistasafnsins verður lokað yfir páskana en sýningin var auglýst opin yfir hátíðarnar og átti að vera opin í dag," segir Ásmundur um lokun Nýlistasafnsins. Fleiri verk eru umdeild á sýningunni. Meðal annars samsett mynd sem sýnir Bjarna Ármannsson og friðarsúluna í bakgrunni. Höfundur ljósmyndarinnar af friðarsúlunni er sagður íhuga að krefjast lögbanns á sýningu myndarinnar samkvæmt kvöldfréttum RÚV. Það er óhætt að segja að sýningin sé sú umdeildasta í áraraðir en henni var meðal annars úthýst úr listasafni í Hveragerði á síðasta ári vegna umdeildra efnistaka. Þá var bókin um blómin, Flora Islandica, einnig bitbeinið auk annarra verka sem og texta í sýningarskrá. „Það er talað um sæmdarbrot varðandi bókina. Við teljum að þarna sé verið að brjóta gróflega á okkur," segir Ásmundur en forlagið hótar beinlínis málsókn vegna notkunar listamannsins á bókinni. Því hefur Nýlistasafnið lofað að loka sýningunni. „Það er ekki möguleiki af okkar hálfu að taka verkið út," segir Ásmundur spurður hvort það væri mögulegt að hætta að hafa bókina til sýnis. Hann bætir svo við: „Þetta er alvarleg atlaga að tjáningarfrelsinu og til skammar ef Nýlistasafnið beygir sig undir frekjutilburði bókaútgefandans." En Ásmundur hefur ekki miklar áhyggjur. „Ég hef ekki áhyggjur af þessu máli. Við erum í 100 prósent rétti og listin er okkar megin," segir Ásmundur og bætir við: „Ég er ekki viss um að fólk vilji búa í samfélagi sem brýtur á tjáningarfrelsinu með þessum hætti." Sýning hópsins er þó ekki algjörlega lokuð því stór hluti hennar fer fram í Hugmyndahúsi háskólanna. Því getur fólk enn notið verka hópsins sem Ásmundur lýsir sem gagnrýnni og ágengri listasýningu. Spurður hvað taki við, úthýsi Nýlistasafnið einnig sýningunni líkt og gerðist í Hveragerði, svarar Ásmundur því til að það hafi ekki verið rætt innan hópsins. Því er óljóst hver örlög verkanna verða. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. Ástæðan fyrir lokun sýningarinnar eru ásakanir forsvarsmanna bókaútgáfunnar Crymogeu um að bók, sem er þar til sýnis, og aðstandendur sýningarinnar hafa átti við, sé brot á sæmdarrétti höfundarins. Bókin sem um ræðir er Flora Islandica með myndskreytingum Eggerts Péturssonar listmálara. Höfundar verksins í Nýlistasafninu sem þeir kalla Fallegasta bók í heimi, keyptu bókina og skreyttu hana með mat, súkkulaði, majonesi, malakoff og þessháttar. Bókin er hluti af stærri innsetningu sýningarinnar. „Samkvæmt stjórn Nýlistasafnsins verður lokað yfir páskana en sýningin var auglýst opin yfir hátíðarnar og átti að vera opin í dag," segir Ásmundur um lokun Nýlistasafnsins. Fleiri verk eru umdeild á sýningunni. Meðal annars samsett mynd sem sýnir Bjarna Ármannsson og friðarsúluna í bakgrunni. Höfundur ljósmyndarinnar af friðarsúlunni er sagður íhuga að krefjast lögbanns á sýningu myndarinnar samkvæmt kvöldfréttum RÚV. Það er óhætt að segja að sýningin sé sú umdeildasta í áraraðir en henni var meðal annars úthýst úr listasafni í Hveragerði á síðasta ári vegna umdeildra efnistaka. Þá var bókin um blómin, Flora Islandica, einnig bitbeinið auk annarra verka sem og texta í sýningarskrá. „Það er talað um sæmdarbrot varðandi bókina. Við teljum að þarna sé verið að brjóta gróflega á okkur," segir Ásmundur en forlagið hótar beinlínis málsókn vegna notkunar listamannsins á bókinni. Því hefur Nýlistasafnið lofað að loka sýningunni. „Það er ekki möguleiki af okkar hálfu að taka verkið út," segir Ásmundur spurður hvort það væri mögulegt að hætta að hafa bókina til sýnis. Hann bætir svo við: „Þetta er alvarleg atlaga að tjáningarfrelsinu og til skammar ef Nýlistasafnið beygir sig undir frekjutilburði bókaútgefandans." En Ásmundur hefur ekki miklar áhyggjur. „Ég hef ekki áhyggjur af þessu máli. Við erum í 100 prósent rétti og listin er okkar megin," segir Ásmundur og bætir við: „Ég er ekki viss um að fólk vilji búa í samfélagi sem brýtur á tjáningarfrelsinu með þessum hætti." Sýning hópsins er þó ekki algjörlega lokuð því stór hluti hennar fer fram í Hugmyndahúsi háskólanna. Því getur fólk enn notið verka hópsins sem Ásmundur lýsir sem gagnrýnni og ágengri listasýningu. Spurður hvað taki við, úthýsi Nýlistasafnið einnig sýningunni líkt og gerðist í Hveragerði, svarar Ásmundur því til að það hafi ekki verið rætt innan hópsins. Því er óljóst hver örlög verkanna verða.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira