Aðstoðarmaður ráðherra: Úrbætur nauðsynlegar ef rétt reynist 21. apríl 2011 15:59 Elías Jón Guðjónsson. „Það eru alvarlegar fullyrðingar sem koma fram á síðunni. Ef þær standast þá er það alvarlegt mál og það þarf að spyrjast fyrir um það," segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður mennta- og menningamálaráðherra, sem sendi Guðmundi Franklín Jónssyni tölvupóst þar sem hann óskaði eftir svörum um meinta ritskoðun sem ný fjölmiðlalög eiga að hafa í för með sér. Elías segist ekki hafa séð neitt sem styðji þær fullyrðingar, sem birtast á undirskriftasíðu sem Guðmundur er ábyrgðamaður fyrir. Elías segir það aftur á móti alvarlegt ef rétt reynist, því hafi hann sent Guðmundi póstinn í vinsamlegum tilgangi til þess að fá skýringar á þessum alvarlegu upplýsingum. Elías segir að ef nýjar upplýsingar kæmu upp úr dúrnum, og væru sannarlega réttar, þá kæmi hann þeim áleiðis til sérfræðinga ráðuneytisins til úrbóta. Aðspurður hvort hann hafi sent póstinn fyrir hönd ráðherrans, svarar Elías neitandi. Hann hafi sent póstinn í sínu nafni. Elías segir Guðmund bregðast við póstinum með furðulegum hætti. Hann reyni að gera spurningarnar totryggilegar sem er fráleitt að mati Elíasar. Hann segir að það yrði til mikilla bóta fyrir umræðu um málið ef Guðmundur myndi svara þessum sex spurningum, enda mikilvægt að allar upplýsingar komi fram í henni. Tengdar fréttir Krefur grasrótasamtök svara um fjölmiðlalög - ekki "T-fínt" „Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir Guðmundur Franklín Jónsson, sem er einn af þeim sem standa að undirskriftasöfnun gegn nýjum fjölmiðlalögum sem voru samþykkt á Alþingi um miðjan apríl. Hann fékk spurningalista frá Elíasi Jóni Guðjónssyni, aðstoðarmanni ráðherra, þar sem hann er krafinn svara um fullyrðingar sem hann heldur fram. 21. apríl 2011 15:16 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
„Það eru alvarlegar fullyrðingar sem koma fram á síðunni. Ef þær standast þá er það alvarlegt mál og það þarf að spyrjast fyrir um það," segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður mennta- og menningamálaráðherra, sem sendi Guðmundi Franklín Jónssyni tölvupóst þar sem hann óskaði eftir svörum um meinta ritskoðun sem ný fjölmiðlalög eiga að hafa í för með sér. Elías segist ekki hafa séð neitt sem styðji þær fullyrðingar, sem birtast á undirskriftasíðu sem Guðmundur er ábyrgðamaður fyrir. Elías segir það aftur á móti alvarlegt ef rétt reynist, því hafi hann sent Guðmundi póstinn í vinsamlegum tilgangi til þess að fá skýringar á þessum alvarlegu upplýsingum. Elías segir að ef nýjar upplýsingar kæmu upp úr dúrnum, og væru sannarlega réttar, þá kæmi hann þeim áleiðis til sérfræðinga ráðuneytisins til úrbóta. Aðspurður hvort hann hafi sent póstinn fyrir hönd ráðherrans, svarar Elías neitandi. Hann hafi sent póstinn í sínu nafni. Elías segir Guðmund bregðast við póstinum með furðulegum hætti. Hann reyni að gera spurningarnar totryggilegar sem er fráleitt að mati Elíasar. Hann segir að það yrði til mikilla bóta fyrir umræðu um málið ef Guðmundur myndi svara þessum sex spurningum, enda mikilvægt að allar upplýsingar komi fram í henni.
Tengdar fréttir Krefur grasrótasamtök svara um fjölmiðlalög - ekki "T-fínt" „Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir Guðmundur Franklín Jónsson, sem er einn af þeim sem standa að undirskriftasöfnun gegn nýjum fjölmiðlalögum sem voru samþykkt á Alþingi um miðjan apríl. Hann fékk spurningalista frá Elíasi Jóni Guðjónssyni, aðstoðarmanni ráðherra, þar sem hann er krafinn svara um fullyrðingar sem hann heldur fram. 21. apríl 2011 15:16 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Krefur grasrótasamtök svara um fjölmiðlalög - ekki "T-fínt" „Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir Guðmundur Franklín Jónsson, sem er einn af þeim sem standa að undirskriftasöfnun gegn nýjum fjölmiðlalögum sem voru samþykkt á Alþingi um miðjan apríl. Hann fékk spurningalista frá Elíasi Jóni Guðjónssyni, aðstoðarmanni ráðherra, þar sem hann er krafinn svara um fullyrðingar sem hann heldur fram. 21. apríl 2011 15:16