Forsetinn hefur staðfest fjölmiðlalögin 22. apríl 2011 10:47 Ólafur Ragnar Grímsson hefur skrifað undir fjölmiðlalögin. Aðeins um 4 þúsund manns skráðu sig á mótmælendalista vegna þeirra Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur staðfest ný heildarlög um fjölmiðla. Alþingi afgreiddi lögin þann 15. apríl og voru þau þá send forsetanum til staðfestingar. Staðfesting forsetans á lögunum hefur verið tilkynnt í Stjórnartíðindum og er þar dagsett þann 20. apríl, fyrir tveimur dögum. Lögin hafa verið nokkuð umdeild, einna helst fyrir að í þeim er gert ráð fyrir að sett verði á laggirnar svokölluð fjölmiðlanefnd. Í fyrri drögum að frumvarpinu kallaðist hún reyndar fjölmiðlastofa. Eftir fjölda athugasemda var nafninu breytt, en gagnrýnendur fjölmiðlanefndar segja breytinguna nánast eingöngu felast í nafinu. Valdsvið nefndarinnar sé enn of vítt og illa skilgreint. Fjölmiðlanefnd er ætlað að hafa eftirlit með framkvæmd fjölmiðlalaganna og daglega stjórnsýslu þeim tengdum. Ekki er hægt að skjóta ákvörðunum fjölmiðlanefndar til annarra stjórnvalda. Nefndin getur ekki aðeins fjallað um mál sem til hennar er skotið, heldur getur hún einnig skoðað mál að eigin frumkvæði. Á grundvelli sérstakrar rannsóknarheimildar sem nefndin hefur getur hún krafið fjölmiðla um gögn vegna meintra brota gegn fjölmiðlalögunum. Ef fjölmiðill verður ekki við þeirri beiðni getur nefndin lagt dagssetkir á miðilinn, allt að 200 þúsund á dag. Blaðamannafélag Íslands og Félag fjölmiðlakvenna eru meðal þeirra sem telja fjölmörg atriði nýrra laga varhugaverð. Við afgreiðslu laganna á Alþingi greiddu 30 þingmenn atkvæði með lögunum en 14 þingmenn voru á móti, allir þrettán þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk eins þingmanns Framsóknarflokksins 19 þingmenn voru fjarverandi á meðan að atkvæðagreiðslan fór fram. Afar umdeild fjölmiðlalög voru afgreidd frá Alþingi árið 2004 og synjaði forseti staðfestingu þeirra. Undirskriftarsöfnin var hafin vegna nýju laganna en aðeins skrifuðu um fjögur þúsund manns undir. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur staðfest ný heildarlög um fjölmiðla. Alþingi afgreiddi lögin þann 15. apríl og voru þau þá send forsetanum til staðfestingar. Staðfesting forsetans á lögunum hefur verið tilkynnt í Stjórnartíðindum og er þar dagsett þann 20. apríl, fyrir tveimur dögum. Lögin hafa verið nokkuð umdeild, einna helst fyrir að í þeim er gert ráð fyrir að sett verði á laggirnar svokölluð fjölmiðlanefnd. Í fyrri drögum að frumvarpinu kallaðist hún reyndar fjölmiðlastofa. Eftir fjölda athugasemda var nafninu breytt, en gagnrýnendur fjölmiðlanefndar segja breytinguna nánast eingöngu felast í nafinu. Valdsvið nefndarinnar sé enn of vítt og illa skilgreint. Fjölmiðlanefnd er ætlað að hafa eftirlit með framkvæmd fjölmiðlalaganna og daglega stjórnsýslu þeim tengdum. Ekki er hægt að skjóta ákvörðunum fjölmiðlanefndar til annarra stjórnvalda. Nefndin getur ekki aðeins fjallað um mál sem til hennar er skotið, heldur getur hún einnig skoðað mál að eigin frumkvæði. Á grundvelli sérstakrar rannsóknarheimildar sem nefndin hefur getur hún krafið fjölmiðla um gögn vegna meintra brota gegn fjölmiðlalögunum. Ef fjölmiðill verður ekki við þeirri beiðni getur nefndin lagt dagssetkir á miðilinn, allt að 200 þúsund á dag. Blaðamannafélag Íslands og Félag fjölmiðlakvenna eru meðal þeirra sem telja fjölmörg atriði nýrra laga varhugaverð. Við afgreiðslu laganna á Alþingi greiddu 30 þingmenn atkvæði með lögunum en 14 þingmenn voru á móti, allir þrettán þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk eins þingmanns Framsóknarflokksins 19 þingmenn voru fjarverandi á meðan að atkvæðagreiðslan fór fram. Afar umdeild fjölmiðlalög voru afgreidd frá Alþingi árið 2004 og synjaði forseti staðfestingu þeirra. Undirskriftarsöfnin var hafin vegna nýju laganna en aðeins skrifuðu um fjögur þúsund manns undir.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira