Innlent

Þriggja bíla árekstur við Mjódd

Þriggja bíla árekstur varð við Mjóddina í Reykjavík nú um klukkan hálf fjögur. Þrír voru fluttir á slysadeild en fimm voru í bílunum. Meiðsli þeirra virðast þó vera minniháttar að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu. Svo virðist sem einn bíllinn hafi ekið í veg fyrir hina tvo sem voru á leið upp Breiðholtsbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×