Enski boltinn

Lucas óttast ekki samkeppni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lucas Leiva.
Lucas Leiva.
Brasilíumaðurinn LUcas Leiva óttast ekki aukna samkeppni um sæti í liði Liverpool á næstu leiktíð. Þvert á móti tekur hann allri samkeppni opnum örmum.

Brassinn skrifaði nýlega undir nýjan samning við Liverpool og hann telur sig hafa sannað að hann eigi skilið að vera í byrjunarliði félagsins.

"Ég hefði ekki skrifað undir nýjan samning ef ég teldi að félagið ætlaði sér ekki að nota mig áfram. Ég er ánægður með eigin frammistöðu. Það hafa margir leikmenn komið en ég er enn að spila og það segir sitt," sagði Lucas en leiktíðin í ár er klárlega hans besta síðan hann kom til félagsins frá Gremio árið 2007.

"Ég hef reynt að axla meiri ábyrgð í vetur en áður. Við sjáum hvað gerist á næstu leiktíð. Liðið mun örugglega kaupa leikmenn en ég hef sýnt að ég get vel verið öflugur byrjunarliðsmaður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×