Innlent

Ókeypis tannlæknaþjónusta fyrir börn tekjulágra

Börn tekjulágra fá ókeypis tannlæknaþjónustu á næstunni. Velferðarráðherra hefur sett reglugerð um tímabundna tannlæknaþjónustu án endurgjalds og tekur Tryggingastofnun ríkisins við umsóknum frá 28. apríl næstkomandi og til 1. júní.

Á heimasíðu velferðarráðuneytisins segir að réttur til þjónustunnar sé tengdur tekjum foreldra og fjölda barna á framfæri. Hún er ætluð börnum yngri en 18 ára sem eru sjúkratryggð og tekur yfir allar nauðsynlegar tannlækningar að tannréttingum undanskildum.

Nánar má kynna sér málið á heimasíðu ráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×