Tromsö eflist sem heimsborg norðursins Kristján Már Unnarsson skrifar 26. apríl 2011 18:49 Þrátt fyrir að bærinn Tromsö í Norður-Noregi sé talsvert norðar en Kolbeinsey fjölgar fólki þar tvöfalt hraðar en í Reykjavík og gæti svo farið að þessi höfuðstaður Norður-Noregs verði stærri en höfuðborg Íslands á næstu áratugum. Nú þegar miklar olíulindir hafa fundist í Barentshafi sjá menn fram á að helstu bæir Norður-Noregs eigi eftir að soga til sín fólk á næstu árum. Trömsö, sem liggur langt fyrir norðan heimsskautsbaug, er þegar orðinn gríðarlega öflugur bær og hann á enn eftir að styrkjast. Þarna búa nú um sjötíu þúsund manns, og hefur fjölgað um fimmtán prósent frá aldamótum en á sama tíma fjölgaði Reykvíkingum um átta prósent. Nýreistar glæsibyggingar gefa þá hugmynd að þarna flæði peningarnir. Rétt eins og Hrísey á Eyjafirði er Tromsö eyja á firði, eða raunar á sundi. Þarna eru samgöngurnar þó heldur betri og tvær risabrýr tengja Tromsö við fastalandið og aðra eyju. Einnig er búið að grafa bílagöng undir sundið og raunar eru jarðgöng með fjórum gangamunnum undir bænum, meira að segja með tveimur hringtorgum. Göngin eru bæði til að stytta leiðir og létta á bílaumferð innanbæjar, nokkuð sem Reykvíkinga hefur lengið dreymt um fyrir sína miðborg en aldrei tekist að koma í framkvæmd. Tromsö byggðist upp sem fiskveiði-, verslunar- og samgöngumiðstöð, og heldur sterkri stöðu á öllum þeim sviðum, en á síðustu fjörutíu árum hafa þættir eins uppbygging flugvallar, háskólakennslu og opinberrar þjónustu, eins og sjúkrahúss, stuðlað að enn frekari vexti. Rannsóknarmiðstöðvar, eins og Pólarstofnun Noregs, og menningarstofnanir, eins og Hálogalandsleikhúsið, hjálpa til að gera þetta að heimsborg í norðrinu. Ef Tromsö væri í hánorður af Íslandi væri hún á móts við Scoresbysund á Grænlandi, en lega hennar svo norðarlega hefur ekki komið í veg fyrir að þar eflist byggð, nokkuð sem Íslendingar gætu haft í huga. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Þrátt fyrir að bærinn Tromsö í Norður-Noregi sé talsvert norðar en Kolbeinsey fjölgar fólki þar tvöfalt hraðar en í Reykjavík og gæti svo farið að þessi höfuðstaður Norður-Noregs verði stærri en höfuðborg Íslands á næstu áratugum. Nú þegar miklar olíulindir hafa fundist í Barentshafi sjá menn fram á að helstu bæir Norður-Noregs eigi eftir að soga til sín fólk á næstu árum. Trömsö, sem liggur langt fyrir norðan heimsskautsbaug, er þegar orðinn gríðarlega öflugur bær og hann á enn eftir að styrkjast. Þarna búa nú um sjötíu þúsund manns, og hefur fjölgað um fimmtán prósent frá aldamótum en á sama tíma fjölgaði Reykvíkingum um átta prósent. Nýreistar glæsibyggingar gefa þá hugmynd að þarna flæði peningarnir. Rétt eins og Hrísey á Eyjafirði er Tromsö eyja á firði, eða raunar á sundi. Þarna eru samgöngurnar þó heldur betri og tvær risabrýr tengja Tromsö við fastalandið og aðra eyju. Einnig er búið að grafa bílagöng undir sundið og raunar eru jarðgöng með fjórum gangamunnum undir bænum, meira að segja með tveimur hringtorgum. Göngin eru bæði til að stytta leiðir og létta á bílaumferð innanbæjar, nokkuð sem Reykvíkinga hefur lengið dreymt um fyrir sína miðborg en aldrei tekist að koma í framkvæmd. Tromsö byggðist upp sem fiskveiði-, verslunar- og samgöngumiðstöð, og heldur sterkri stöðu á öllum þeim sviðum, en á síðustu fjörutíu árum hafa þættir eins uppbygging flugvallar, háskólakennslu og opinberrar þjónustu, eins og sjúkrahúss, stuðlað að enn frekari vexti. Rannsóknarmiðstöðvar, eins og Pólarstofnun Noregs, og menningarstofnanir, eins og Hálogalandsleikhúsið, hjálpa til að gera þetta að heimsborg í norðrinu. Ef Tromsö væri í hánorður af Íslandi væri hún á móts við Scoresbysund á Grænlandi, en lega hennar svo norðarlega hefur ekki komið í veg fyrir að þar eflist byggð, nokkuð sem Íslendingar gætu haft í huga.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira