Nokkur stór verkalýðsfélög hafa byrjað undirbúning verkfallsaðgerða með því að vísa deilum sínum við atvinnurekendur til Ríkissáttasemjara.
Flóabandalagið, VR og Starfsgreinasambandið hafa gert þetta og í dag mun aðgerðarhópur Starfsgreinasambandsins koma saman til að móta næstu skref. Samtök atvinnulífsins hafnaði formlega á fundi í gær tilboði Starfsgreinasambandsins um kjarasamning.
Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins sagði í samtali við fréttastofu í gær að gripið yrði til verkfallsvopnsins ef ekki tækist að ná samningum á næstu dögum.
Ekkert miðaði í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins í gær og í raun eru allar kjaraviðræður komnar í hnút vegna þeirrar afstöðu SA forystunnar að ekki sé hægt að semja um kjaramál fyrr en samið hafi verið við stjórnvöld um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Byrjuð að að undirbúa verkfallsaðgerðir
