Innlent

Minna af áfengi selt í páskavikunni

Mynd úr safni
Sala á áfengi var 8,8 prósentum minni í páskavikunni í ár en á síðasta ári.

Nú seldust 462 þúsund lítrar af áfengi en í fyrra seldust 507 lítrar.

Viðskiptavinum í Vínbúðunum fækkaði einnig milli ára í páskavikunni. Nú voru þeir ríflega 85 þúsund en um 90.500 í fyrra, sem er um 6 prósenta fækkun.

Þetta kemur fram á vef Vínbúðanna.

Páskarnir 2010 voru í kringum mánaðarmótin mars-apríl, en voru þriðju vikuna í apríl ár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×