Enski boltinn

Dempsey bætti markamet Fulham í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Clint Dempsey.
Clint Dempsey. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen hjálpaði Bandaríkjamanninum Clint Dempsey að bæta markametið hjá Fulham í 3-0 sigri á Bolton á Craven Cottage í kvöld. Eiður Smári lagði upp seinna mark Dempsey í leiknum sem var jafnframt það 33. sem Dempsey  skorar fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Clint Dempsey skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu og jafnaði þá markametið sem þeir Brian McBride og Steed Malbranque áttu saman. Hann skoraði seinna markið á 48. mínútu eftir að Eiður hafði framlengt til hans boltann með laglegri hælspyrnu.

Dempsey hefur skoraði tólf mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en þessi tvö mörk sá öðrum fremur til þess að liðið komst alla leið upp í níunda sæti deildarinnar. Fulham hefur komist þangað með því að spila sjö leiki í röð án taps á Craven Cottage og ná alls í 19 af 21 stigi mögulegu í þessum leikjum.

Clint Dempsey hefur skorað þessi 33 mörk í 142 leikjum en hann er nú að spila sitt fimmta tímabil með félaginu. Clint Dempsey hefur skoraði 7 mörk undanfarin tvö tímabil og er því þegar búinn að bæta sitt persónulega met um fimm mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×