Ríkisstjórnin efni tveggja ára gamlan sáttmála 28. apríl 2011 18:39 Framkvæmdaáform stöðugleikasáttmálans fyrir tveimur árum hafa meira og minna brugðist og snúast kröfur Samtaka atvinnulífsins á hendur ríkisstjórninni nú í raun um að hún efni þau loforð sem þá voru gefin. Hvorki hefur tekist að draga úr atvinnuleysi né stöðva fólksflótta frá landinu. Þegar forystumenn ríkis og sveitarfélaga, atvinnulífs og launaþegahreyfingar komu saman í Þjóðmenningarhúsinu fyrir tveimur árum til undirritunar stöðugleikasáttmála ríkti bjartsýni um að hann yrði grundvöllur endurreisnar. Það var ekki síst mikið atvinnuleysi sem knúði á um aðgerðir en það mældist þá 8,1 prósent. Það hefur hins vegar aukist síðan og mælist nú 8,6%, á sama tíma og miklir fólksflutningar hafa verið frá landinu, - árið 2009 fluttu um 2.500 Íslendingar úr landi umfram þá sem fluttu til landsins, og síðan 1.700 í fyrra, eða samtals yfir fjögur þúsund Íslendingar á undanförnum tveimur árum. Þegar rýnt er í nokkur lykilatriði stöðugleikasáttmálans sést að þau eru í raun þau sömu og Samtök atvinnulífsins eru nú, tveimur árum síðar, að biðja ríkisstjórnina að koma í verk. Hún hét því þá að greiða götu ákveðinna stórframkvæmda, og ryðja skjótt burt öllum hindrunum úr vegi Helguvíkurálvers, og hún ætlaði með samstarfi við lífeyrissjóði að efna til stórátaks í verklegum framkvæmdum. Þar var líka fyrirvari Samtaka atvinnulífsins um að endurskoðun kvótakerfisins yrði höfð í sáttafarvegi. Á sérstöku minnisblaði voru listar yfir allar framkvæmdirnar, bæði þær sem þegar voru hafnar, og hinar sem til stóð að hefja. Álver á Bakka, gagnaver, norðanlands og sunnan, ekki færri en þrjú stykki, koltrefjaverksmiðja, pappírsverksmiðja og nokkur stór orkuver, - allt átti að vera komið á fleygiferð, - í fyrra. Á framkæmdalista voru líka sjúkrahús, ný Hvalfjarðargöng, Vaðlaheiðargöng, breikkun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar og einnig Sundabrautin. Svo var líka minnst á samgöngumiðstöð sem átti að verða fyrsta verkið. Skemmst er frá því að segja að nánast ekkert af þessu hefur ræst. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulúfsins, sagði í dag að allar væntingarnar sem bundnar voru við stöðugleikasáttmálann hefðu meira og minna brugðist. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Framkvæmdaáform stöðugleikasáttmálans fyrir tveimur árum hafa meira og minna brugðist og snúast kröfur Samtaka atvinnulífsins á hendur ríkisstjórninni nú í raun um að hún efni þau loforð sem þá voru gefin. Hvorki hefur tekist að draga úr atvinnuleysi né stöðva fólksflótta frá landinu. Þegar forystumenn ríkis og sveitarfélaga, atvinnulífs og launaþegahreyfingar komu saman í Þjóðmenningarhúsinu fyrir tveimur árum til undirritunar stöðugleikasáttmála ríkti bjartsýni um að hann yrði grundvöllur endurreisnar. Það var ekki síst mikið atvinnuleysi sem knúði á um aðgerðir en það mældist þá 8,1 prósent. Það hefur hins vegar aukist síðan og mælist nú 8,6%, á sama tíma og miklir fólksflutningar hafa verið frá landinu, - árið 2009 fluttu um 2.500 Íslendingar úr landi umfram þá sem fluttu til landsins, og síðan 1.700 í fyrra, eða samtals yfir fjögur þúsund Íslendingar á undanförnum tveimur árum. Þegar rýnt er í nokkur lykilatriði stöðugleikasáttmálans sést að þau eru í raun þau sömu og Samtök atvinnulífsins eru nú, tveimur árum síðar, að biðja ríkisstjórnina að koma í verk. Hún hét því þá að greiða götu ákveðinna stórframkvæmda, og ryðja skjótt burt öllum hindrunum úr vegi Helguvíkurálvers, og hún ætlaði með samstarfi við lífeyrissjóði að efna til stórátaks í verklegum framkvæmdum. Þar var líka fyrirvari Samtaka atvinnulífsins um að endurskoðun kvótakerfisins yrði höfð í sáttafarvegi. Á sérstöku minnisblaði voru listar yfir allar framkvæmdirnar, bæði þær sem þegar voru hafnar, og hinar sem til stóð að hefja. Álver á Bakka, gagnaver, norðanlands og sunnan, ekki færri en þrjú stykki, koltrefjaverksmiðja, pappírsverksmiðja og nokkur stór orkuver, - allt átti að vera komið á fleygiferð, - í fyrra. Á framkæmdalista voru líka sjúkrahús, ný Hvalfjarðargöng, Vaðlaheiðargöng, breikkun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar og einnig Sundabrautin. Svo var líka minnst á samgöngumiðstöð sem átti að verða fyrsta verkið. Skemmst er frá því að segja að nánast ekkert af þessu hefur ræst. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulúfsins, sagði í dag að allar væntingarnar sem bundnar voru við stöðugleikasáttmálann hefðu meira og minna brugðist.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira