Erlent

Hollenski fjármálaráðherrann vonsvikinn yfir niðurstöðunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hollenski fjármálaráðherrann er vonsvikinn yfir niðurstöðunni. Mynd/ afp.
Hollenski fjármálaráðherrann er vonsvikinn yfir niðurstöðunni. Mynd/ afp.
Hollenski fjármálaráðherrann, Jan Kees de Jager, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með það að Íslendingar hafi hafnað Icesave samningunum. Nú kæmi það í hlut dómstóla að skera úr um málið. Íslendingar höfnuðu Icesave samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær.

„Ég er vonsvikinn yffir því að Icesave samningarnir hafi ekki náð í gegn. Þetta er ekki gott fyrir Ísland og ekki fyrir Hollendinga. Tími samningaumleitana er liðinn. Íslandi ber skylda til að greiða. Nú er það dómstólanna að skera úr um þetta," segir Jager í yfirlýsingu.

Ráðherrann segir að Hollendingar muni ráðfæra sig við Breta um næstu skref í stöðunni.


Tengdar fréttir

Bretar ætla að ná Icesave peningunum aftur

Danny Alexander, aðstoðarfjármálaráðherra Breta, lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með lyktir þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave í gær. Nú hafi verið reynt til þrautar að ná lausn í málinu með samningum. "Okkur ber skylda til þess að ná peningunum til baka og við munum halda áfram að reyna þangað til við náum þeim. Við erum í erfiðri fjárhagsstöðu sem þjóð og þessir peningar myndu hjálpa okkur,“ segir Alexander við BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×