Enski boltinn

Usmanov ætlar ekki að selja sinn hluta í Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alisher Usmanov.
Alisher Usmanov. Mynd/Nordic Photos/Getty
Milljarðamæringurinn Alisher Usmanov sem á 27 prósent í enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal ætlar ekki að selja Bandaríkjamanninum Stan Kroenke sinn hlut í félaginu. Stan Kroenke á nú 63 prósent í Arsenal og hefði eignast allt félagið ef að Rússin hefði verið til að selja honum sinn hluta.

„Ég ætla ekki að selja minn hluta í Arsenal. Ég elska Arsenal og þess vegna er ég hluthafi," sagði Alisher Usmanov.

Um leið og Kroenke eignaðist svo stóran hluta í félaginu þurfti hann að bjóða Usmanov það að kaupa hann út. Af því verður ekki og fagnaði AST-félagið (Arsenal Supporters Trust) því að Usmanov myndi eiga áfram 27 prósent hluta í félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×