Enski boltinn

Giggs: Chicharito dregur í sundur varnir mótherjanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Hernandez skorar hér á móti Chelsea eftir sendinguna frá Ryan Giggs.
Javier Hernandez skorar hér á móti Chelsea eftir sendinguna frá Ryan Giggs. Mynd/AP
Ryan Giggs er ánægður með Mexíkóbúann Javier Hernandez sem hefur slegið í gegn hjá Manchester United á þessu tímabili. Hernandez skoraði fyrra mark United í 2-1 sigri á Chelsea í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og kom það eftir glæsilega stoðsendingu frá Giggs. Það var 18 mark Hernandez á leiktíðinni.

„Chico er virkilega mikilvægur fyrir okkur, ekki bara vegna markanna heldur einnig hvernig hann hjálpar öllu liðinu með leik sínum," sagði Ryan Giggs við The Express.

„Varnarmenn mótherjanna þurfa nefnilega að hafa stanslausar áhyggjur af honum því hann er alltaf á ferðinni á bak við þá," sagði Giggs.

„Hann dregur varnirnar í sundur og það nýtist öllum sem spila fyrir aftan hann. Það skilar sér líka til liðsins því Wayne [Rooney] er klókur í að finna þessi svæði sem Chico opnar," sagði Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×