Enski boltinn

Daily Mail fullyrðir að De Gea fari til United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David de Gea, markvörður Atletico Madrid.
David de Gea, markvörður Atletico Madrid. Nordic Photos / AFP
Enska dagblaðið Daily Mail fullyrðir á vefsíðu sinni í kvöld að Manchester United hafi komist að samkomulagi við Atletico Madrid um kaup á markverðinum David De Gea fyrir 17,8 milljónir punda. De Gea er tvítugur og mun samkvæmt fréttinni skrifa undir fimm ára samning við United.

Forráðamenn Atletico sögðu fyrr í vikunni að þeir hefðu fengið tilboð bæði frá United og Chelsea en að De Gea sjálfur þyrfti að ákveða næsta skref á sínum ferli. De Gea sagði síðast í dag ekkert hafa heyrt af áhuga annarra liða og að ekkert mark væri takandi á þessum sögusögnum.

Margir markverðir hafa verið orðaðir við United að undanförnu enda mun Edwin van der Sar leggja skóna á hilluna í lok tímabilsins.

Daily Mail fullyrðir að Alex Ferguson, stjóri United, hafi sett De Gea efstan á sinn óskalista í síðasta mánuði og að nú sé búið að komast að samkomulagi um kaupverð.

Aðrir sem eru helst orðaðir við United eru Manuel Neuer, Julio Cesar og Maarten Stekelenburg.


Tengdar fréttir

De Gea: Ég er ekkert búinn að tala við United

David De Gea, markvörður Atletico Madrid, segir ekkert vera til í þeim sögusögnum að hann sé búinn að vera í viðræðum við Manchester United um að taka við af Hollendingnum Edwin van der Sar sem er að leggja skóna á hilluna í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×